Viðskipti innlent

Kröfur í sýnd og reynd

Sýndarveruleiki þarf á ýmsu að halda eins og veruleikinn sjálfur. Eins og kemur fram aftar í blaðinu hefur verið ráðinn yfirmaður hagstjórnar í leiknum Eve Online.

Eins konar seðlabankastjóri sem á að sinna því að halda jafnvægi í hagkerfi leiksins. Þarna er á ferðinni vel menntaður maður með sitt doktorspróf í hagfræði. Þessi staðreynd varð mönnum umhugsunarefni þegar ljóst er að sýndarveruleikinn virðist gera meiri menntunarkröfur til embættis seðlabankastjóra en veruleikinn sjálfur. Allavega sá íslenski.

Tækifæri hjá Buffet

Gengi hlutabréfa í Countrywide Financial, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, hækkaði um 10 prósent eftir að fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að auðkýfingurinn Warren Buffett kynni að hafa áhuga á að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi fyrirtækisins.

Countrywide hefur átt við gríðarlega fjárhagsörðugleika að stríða í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði vegna mikilla vanskila hjá viðskiptavinum fyrirtækisins með litla greiðslugetu. Vanskilin hafa komið lánafyrirtækjum illa en þau hafa horft upp á að sjóðir þeirra gætu tæmst. Varað var við yfirvofandi gjaldþroti Countrywide nýlega, sem þurfti að nýta sér stóra lánaheimild vegna yfirvofandi lausafjárskorts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×