Innlent

Stjórnar hagkerfi EVE Online

Eyjólfur Guðmundsson
Eyjólfur Guðmundsson

Eyjólfur Guðmundsson hagfræðingur hefur verið ráðinn yfirhagfræðingur hagkerfis tölvuleiksins EVE Online. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem maður er ráðinn til að vinna inni í sýndarveruleika leiksins.

Stöðu Eyjólfs má líkja við stöðu seðlabankastjóra þótt hann vilji sjálfur ekki ganga svo langt í þeirri samlíkingu. „Það ætti í rauninni að hætta að kalla þetta sýndarveruleika því þetta er miklu meira að verða annar heimur sem notendurnir hverfa til,“ segir Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir því við að þegar sé farið að ræða um að koma á fót lýðræði inni í leiknum þannig að ekki er útilokað að brátt verði blásið til kosninga innan EVE.

Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins CCP, sem rekur EVE, segir að með þessari ráðningu sé verið að auka þjónustuna enn frekar við notendurna. „Leikurinn gengur mikið út á sölu og viðskipti og það er því þátttakendunum nauðsynlegt að hagkerfið sé stöðugt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×