Erlent

Kjósa aðrar aðgerðir gegn mengun

Fyrirtæki keppast við að kolefnisvæða bílaflota sinn. Allir bílar Stjórnarráðsins verða kolefnisjafnaðir frá og með næstu áramótum og nú hefur Garðabær bæst í hópinn.
Fyrirtæki keppast við að kolefnisvæða bílaflota sinn. Allir bílar Stjórnarráðsins verða kolefnisjafnaðir frá og með næstu áramótum og nú hefur Garðabær bæst í hópinn.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að láta kolefnisjafna þær bifreiðir sem sveitarfélagið rekur. Fulltrúar annarra sveitarfélaga hyggjast ekki fylgja fordæmi Garðbæinga.

„Áður en orðið kolefnisjöfnun komst í tísku höfðum við hjá Reykjavíkurborg kynnt grænu skrefin og þar kemur fram að við ætlum að stórauka skógrækt og jafnframt reyna að menga minna. Við teljum okkur því sinna þessum málum vel þótt það heiti kannski ekki kolefnisjöfnun,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar.

Ekki stendur til að kolefnisjafna bílaflota Kópavogsbæjar og í Hafnarfirði líta menn til annarra lausna. „Mér finnst kolefnisjöfnun frekar takmörkuð lausn. Við erum að vinna að því núna að metangasstöð rísi í Hafnarfirði og þegar af því verður stendur til að metanvæða bílaflota sveitarfélagsins,“ segir Guðfinna Guðmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Hafnarfjarðar.

Hjalti Jón Sveinsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, tekur í sama streng og á ekki von á því að bílafloti Akureyrarbæjar verði kolefnisjafnaður. Hann segir að aðgerðir bæjaryfirvalda á borð við að gefa frítt í strætó vegi þyngra í baráttunni við mengunina. „Ég tek þessari kolefnisjöfnun með ákveðnum fyrirvara,“ segir Hjalti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×