Sex manna sýning á Seyðisfirði 9. ágúst 2007 07:00 Brotin milli hleina - innsetning Ingveldar og BJNielsen verður sýnd almenningi í Skaftfelli í kvöld en stærri sýning opnar þar á laugardag. Sýningarhöllin í Skaftfelli á Seyðisfirði er öxullinn í sýningarhaldi á Austurlandi. Þar verður opnuð sýning á laugardag á verkum sex myndlistarmanna. Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð sýna þar verk og Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir og BJNielsen setja upp innsetningu á Vesturveggnum og verður sá hluti opinn gestum frá og með deginum í dag. Innsetningu sína kalla þau Brotin milli hleina. Verða listamennirnir með tónleika í kvöld kl. 22. Sýningarnar á Vesturveggnum í sumar eiga það sammerkt að vera unnar af listamönnum sem vinna jöfnum höndum í tónlist og myndlist. Laugardagsopnunin er með öðrum blæ en atburður dagsins: Erla Þórarinsdóttir sýnir verkið Sameign; opinber rými frá nýlendu- og sjálfstæðistíma, Hulda mun sýna hluta verksins MUNASKRÁ, Jón Óskar sýnir nokkrar teikningar og Steingrímur Eyfjörð sýnir nýtt verk Einar 1 til Einars 2. Verk Erlu Þórarinsdóttur samanstendur af 6 málverkum af grunnflötum opinberra bygginga í Reykjavík, máluð í skalanum 1:50. Hegningarhúsið, Alþingishúsið, Hnitbjörg, Kristskirkja, Háskólinn og Hallgrímskirkja eru sameignleg rými, viðmið okkar á önnur rými, hegðun okkar, verðmætamat og sjálfsímynd. Verk Huldu Hákon, MUNASKRÁ eru 350 spjöld þar sem á eru letraðar innihaldslýsingar á 350 kössum sem eru í geymslum Reykjavíkurborgar. Þar eru komnir kassarnir sem starfsmenn borgarinnar notuðu þegar vinnustofa Jóhannesar Sveinssonar Kjarval var tæmd í lok sjöunda áratugarins. Jón Óskar tínir saman í teikningum sínum flókinn myndheim, iðandi af tilvísunum í listasöguna, samfélagssöguna og sögu Jóns Óskars sjálfs og hans kynslóðar. Yfirbragð verkanna er því kannski torrætt en um leið kunnuglegt því þar er skráð í fljótaskrift frásögn okkar flestra sem lifað höfum sömu tíma og Jón hér uppi á Íslandi og í nálægum löndum, sem er í senn almennt og persónulegt því vinna hans og forvitni hafa opnað Jóni ýmsa sýn og þjálfað hann í þeirri list að tengja ólíkar nálganir og miðla í mynd og texta. Á ferli sínum hefur Jón haldið myndlistinni nokkuð utan við önnur störf sín en oft hefur þó opnast á milli og Jón nýtt sér efni úr hönnunarvinnu sinni og myndskreytingum til að vinna í myndlistarsýningu. Steingrímur Eyfjörð sýni nýtt verk, 2Einar 1 til Einars 2 og er verkið útlegging á tveimur ljóðum eftir Einar Má Guðmundsson. Steingrímur er í brennidepli athygli sunnar í álfunni en hann er fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin er opin milli 13.00 og 18.00 alla daga og stendur til 11. nóvember. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýningarhöllin í Skaftfelli á Seyðisfirði er öxullinn í sýningarhaldi á Austurlandi. Þar verður opnuð sýning á laugardag á verkum sex myndlistarmanna. Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð sýna þar verk og Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir og BJNielsen setja upp innsetningu á Vesturveggnum og verður sá hluti opinn gestum frá og með deginum í dag. Innsetningu sína kalla þau Brotin milli hleina. Verða listamennirnir með tónleika í kvöld kl. 22. Sýningarnar á Vesturveggnum í sumar eiga það sammerkt að vera unnar af listamönnum sem vinna jöfnum höndum í tónlist og myndlist. Laugardagsopnunin er með öðrum blæ en atburður dagsins: Erla Þórarinsdóttir sýnir verkið Sameign; opinber rými frá nýlendu- og sjálfstæðistíma, Hulda mun sýna hluta verksins MUNASKRÁ, Jón Óskar sýnir nokkrar teikningar og Steingrímur Eyfjörð sýnir nýtt verk Einar 1 til Einars 2. Verk Erlu Þórarinsdóttur samanstendur af 6 málverkum af grunnflötum opinberra bygginga í Reykjavík, máluð í skalanum 1:50. Hegningarhúsið, Alþingishúsið, Hnitbjörg, Kristskirkja, Háskólinn og Hallgrímskirkja eru sameignleg rými, viðmið okkar á önnur rými, hegðun okkar, verðmætamat og sjálfsímynd. Verk Huldu Hákon, MUNASKRÁ eru 350 spjöld þar sem á eru letraðar innihaldslýsingar á 350 kössum sem eru í geymslum Reykjavíkurborgar. Þar eru komnir kassarnir sem starfsmenn borgarinnar notuðu þegar vinnustofa Jóhannesar Sveinssonar Kjarval var tæmd í lok sjöunda áratugarins. Jón Óskar tínir saman í teikningum sínum flókinn myndheim, iðandi af tilvísunum í listasöguna, samfélagssöguna og sögu Jóns Óskars sjálfs og hans kynslóðar. Yfirbragð verkanna er því kannski torrætt en um leið kunnuglegt því þar er skráð í fljótaskrift frásögn okkar flestra sem lifað höfum sömu tíma og Jón hér uppi á Íslandi og í nálægum löndum, sem er í senn almennt og persónulegt því vinna hans og forvitni hafa opnað Jóni ýmsa sýn og þjálfað hann í þeirri list að tengja ólíkar nálganir og miðla í mynd og texta. Á ferli sínum hefur Jón haldið myndlistinni nokkuð utan við önnur störf sín en oft hefur þó opnast á milli og Jón nýtt sér efni úr hönnunarvinnu sinni og myndskreytingum til að vinna í myndlistarsýningu. Steingrímur Eyfjörð sýni nýtt verk, 2Einar 1 til Einars 2 og er verkið útlegging á tveimur ljóðum eftir Einar Má Guðmundsson. Steingrímur er í brennidepli athygli sunnar í álfunni en hann er fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin er opin milli 13.00 og 18.00 alla daga og stendur til 11. nóvember.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira