Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Sveiflur á CommerzbankSkjótt skipast veður í lofti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafa sveiflast fram og til baka á síðustu dögum við stöðubaráttu nauta og bjarna. Markaðurinn greindi frá því í gær að FL Group hefði tapað um níu milljörðum króna á risafjárfestingu sinni í Commerzbank á þriðja ársfjórðungi. Commerzbank, annar stærsti banki Þýskalands, hafði lækkað um fjórtán prósent á fjórðungnum vegna mögulegs taps bankans á fjárfestingu í bandarískum húsnæðislánum. Commerzbank hækkaði hins vegar hraustlega á þriðjudaginn þannig að ætla má að gengistap FL hafi minnkað um rúma þrjá milljarða króna á einum degi. Hvorki skipt í rand né kinaHvers eiga þeir að gjalda sem flytja þurfa inn vörur frá Suður-Afríku? Þessu velti maður fyrir sér sem ætlað hafði að greiða fyrir varninginn með suðurafríska randinu, en fengið þau svör í bankakerfinu að randið væri ekki á meðal þeirra 32 gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands hefði í gjaldmiðlasafni sínu. Sömuleiðis er úti í kuldanum gjaldmiðill Papúa Nýju-Gíneu sem heitir kina. Varðandi gengi annarra en helstu viðskiptagjaldmiðla Íslands er verslunarmönnum og öðrum bent á heimasíðuna Oanda.com. Þar geti þeir umreiknað yfir í Bandaríkjadali eða aðra viðurkennda mynt og boðist til að greiða reikninga sína í fjarlægum löndum með henni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×