Erlent

Segist munu binda enda á stríðið í Írak sem forseti

MYND/AP

Hillary Clinton, sem hefur boðið sig fram sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008, segist munu binda enda á stríðið í Írak ef hún verði fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Þessu lýsti hún yfir á fundi með átta öðrum sem vonast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum.

Hillary sagði í ræðu á fundinum að ef hún hefði verið forseti árið 2002 hefði hún ekki ráðist inn í Írak. Fjölmargir demókratar á bandaríska þinginu vilja koma í veg fyrir að Bush forseti fái það fjármagn sem hann hefur óskað eftir vegna stríðsins í Íraks en þar sem meirihluti demókrata í öldungadeildinni er tæpur er ekki víst að það takist. Því sagði Hillary að ef ekki tækist að ljúka stríðinu fyrir árið 2009 myndi hún gera það sem forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×