Bankahólfið: Forstjóraflétta 3. október 2007 00:01 .Bjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnarformanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt. Margir eigendur fyrirtækja vildu líka nýta sér krafta Bjarna þegar ljóst varð að hann ætti ekki lengur samleið með hluthöfum Glitnis. Menn innan Icelandair ljáðu meðal annars máls á því hvort hann vildi ekki snúa sér að flugrekstri félagsins. Ekki mun forstjórinn fyrrverandi hafa viljað það en benti á félaga sinn, Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóra Glitnis á Íslandi. Úr því varð ekki. Jón Karl Ólafsson hélt djobbinu og Jón Diðrik hefur hafið störf fyrir Reykjavik Energy Invest. Finnair-fíaskóÓlíklegt er að fjöldi fólks frá Íslandi, sem var á leið heim frá Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi, sæki fast að fjárfesta í Finnair fljótlega, þar sem FL Group er næststærsti eigandinn á eftir finnska ríkinu. Þegar ferðalangarnir höfðu komið sér þægilega fyrir í sætum Finnair-vélarinnar á leið til Helsinki var ekki hægt að taka á loft. Hurð vélarinnar stóð á sér og lokaðist ekki almennilega. Eftir nokkra seinkun var haldið af stað og klakklaust lent á leiðarenda. Frá Helsinki átti svo að fljúga aftur með Finnair til Kaupmannahafnar. En vélin fór ekki á loft. Nú voru ljós vélarinnar í lamasessi. Þurftu þreyttir farþegar að bíða aftur eftir viðgerð. Ekki fylgdi sögunni hvernig gekk að fljúga síðasta legginn - líklega með Icelandair.Mótvægisaðgerðir tefja framfarir„Mörgum fannst það einkennilegt afturhvarf til fortíðar þegar ríkisstjórnin boðaði „aðgerðir“ í atvinnumálum víða um land,“ segir í Öðrum sálmum nýjasta heftis Vísbendingar. Vísað er til aðgerða vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda og rifjað upp „sjóðasukk“ fyrri ríkisstjórna. Boðaðar aðgerðir eru engu að síður sagðar skynsamlegar einar og sér, þótt þær hafi líklega lítil áhrif á einstaklinga sem missa vinnu í sjávarútvegi. Fremur en að leita til ríkisstjórnarinnar er í Öðrum sálmum hvatt til sjálfsbjargarviðleitni. „Nú er lag að sameina útgerðarfyrirtæki og fækka fiskvinnsluhúsum. Allar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að tefja nauðsynlegar framfarir í greininni.“ Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnarformanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt. Margir eigendur fyrirtækja vildu líka nýta sér krafta Bjarna þegar ljóst varð að hann ætti ekki lengur samleið með hluthöfum Glitnis. Menn innan Icelandair ljáðu meðal annars máls á því hvort hann vildi ekki snúa sér að flugrekstri félagsins. Ekki mun forstjórinn fyrrverandi hafa viljað það en benti á félaga sinn, Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóra Glitnis á Íslandi. Úr því varð ekki. Jón Karl Ólafsson hélt djobbinu og Jón Diðrik hefur hafið störf fyrir Reykjavik Energy Invest. Finnair-fíaskóÓlíklegt er að fjöldi fólks frá Íslandi, sem var á leið heim frá Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi, sæki fast að fjárfesta í Finnair fljótlega, þar sem FL Group er næststærsti eigandinn á eftir finnska ríkinu. Þegar ferðalangarnir höfðu komið sér þægilega fyrir í sætum Finnair-vélarinnar á leið til Helsinki var ekki hægt að taka á loft. Hurð vélarinnar stóð á sér og lokaðist ekki almennilega. Eftir nokkra seinkun var haldið af stað og klakklaust lent á leiðarenda. Frá Helsinki átti svo að fljúga aftur með Finnair til Kaupmannahafnar. En vélin fór ekki á loft. Nú voru ljós vélarinnar í lamasessi. Þurftu þreyttir farþegar að bíða aftur eftir viðgerð. Ekki fylgdi sögunni hvernig gekk að fljúga síðasta legginn - líklega með Icelandair.Mótvægisaðgerðir tefja framfarir„Mörgum fannst það einkennilegt afturhvarf til fortíðar þegar ríkisstjórnin boðaði „aðgerðir“ í atvinnumálum víða um land,“ segir í Öðrum sálmum nýjasta heftis Vísbendingar. Vísað er til aðgerða vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda og rifjað upp „sjóðasukk“ fyrri ríkisstjórna. Boðaðar aðgerðir eru engu að síður sagðar skynsamlegar einar og sér, þótt þær hafi líklega lítil áhrif á einstaklinga sem missa vinnu í sjávarútvegi. Fremur en að leita til ríkisstjórnarinnar er í Öðrum sálmum hvatt til sjálfsbjargarviðleitni. „Nú er lag að sameina útgerðarfyrirtæki og fækka fiskvinnsluhúsum. Allar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða til þess að tefja nauðsynlegar framfarir í greininni.“
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira