Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Jim Renwick,
Jim Renwick,
Í þagnarbindindiJim Renwick, sem átti að vera næstæðsti maður Landsbankans í London eftir yfirtöku á fjármálafyrirtækinu Bridgewell, má ekki tjá sig við fjölmiðla um ástæðu brotthvarfs síns. Hann fullyrðir að flótti hans frá Landsbankanum í London hafi verið óumflýjanlegur án þess að útskýra það nánar. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, hefur einnig haldið því fram að ekki hefði verið hægt að komast hjá því að Renwick færi. Við aðskilnaðinn skrifaði fyrrum forstjóri Bridgewell undir samning sem gerir honum ókleift að tjá sig við fjölmiðla fram á næsta ár. Ljóst er að ekki var lagt upp með að Renwick færi og þvi eitthvað komið upp í ferlinu sem gerði karlinn hvekktan. Kaupa ódýrtMargir Íslendingar hafa hagnast vel á fasteignabraski undanfarin ár á Íslandi. Þeir hafa líka séð sóknarfæri í fasteignaviðskiptum erlendis. Fasteignafélagið Stoðir hefur verið umsvifamikið í Danmörku. Björgólfur Thor hefur verið í þróun fasteigna í Búglaríu. Nú eru menn í Askar Capital að koma sterkir inn í fasteignaviðskipti víðar. Umbreyting fasteigna í Hong Kong hefur skilað miklum árangri. Smærri íslenskir fjárfestar tóku þátt í því verkefni og eru að vonum ánægðir með árangurinn. Hæfileikinn að kaupa ódýrt og selja dýrt er nefnilega ekki öllum gefinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×