Slökkt á hugsuninni Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2007 00:01 -Ferðanefnd Kaupþings hefur skipulagt göngur á flesta tinda í kringum höfuðborgarsvæðið. En starfsfólk bankans lætur ekki Íslandstinda nægja. Í haust fór hópur meðal annars til Mallorca. Mynd/Jósep Gíslason „Það var nú bara hlegið að mér þegar ég kom fyrst með hugmyndir um að ganga á Mallorca, enda sá fólk hana ekki fyrir sér sem gönguferðastað. Núna eru þær fáar ferðaskrifstofurnar sem ekki bjóða upp á gönguferðir til útlanda. Það er engin spurning að áhuginn er að aukast,“ segir Steinunn Harðardóttir, leiðsögumaður og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu. Steinunn hefur í rúm fimmtán ár haft það að starfi að skipuleggja gönguferðir fyrir hópa í útlöndum. Árið 1991 stofnaði hún fyrirtækið Göngu-Hrólf utan um þetta stóra áhugamál. Úrval-Útsýn keypti svo fyrirtækið af henni árið 1998. Síðan hefur það verið rekið sem sjálfstæð eining undir íþróttadeild Úrvals-Útsýnar. Gengið á fjallstinda víða um heimAuk Mallorca hefur Steinunn gengið með hópa í Toscana-héraði á Ítalíu, í Pýreneafjöllum, á Grikklandi og Tyrklandi. Oft eru það hópar innan fyrirtækja sem kaupa þjónustu Göngu-Hrólfs. Gönguferðir eru enda með bestu gerð hópeflingar sem völ er á, að mati Steinunnar. Þá segir hún fólk njóta þess að slaka á og leyfa öðrum að sjá um að stjórna. „Í þessum ferðum er allt skipulagt. Fólk kvartar góðlátlega ef það þarf að velja sjálft milli þriggja rétta á matseðlinum. Það nýtur þess að slökkva á hugsuninni og láta líkamann vinna í staðinn. Ég hef einmitt tekið eftir því að fólk sem þarf að taka mikið af ákvörðunum dags daglega nýtur þess sérstaklega.“Starfsmenn Kaupþings hafa tvisvar farið í ferðir á vegum Göngu-Hrólfs, annars vegar til Krítar og hins vegar til Mallorca nú í haust. Guðrún Bjarnadóttir, starfsmaður á upplýsinga- og tæknisviði Kaupþings, er einn virkra meðlima ferðanefndar bankans, sem stóð fyrir þeim ferðum og fjölda annarra. „Ég held við höfum gengið á meira og minna öll fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Við förum í léttar ferðir einu sinni eða tvisvar í mánuði nema þegar undirbúningur stendur yfir fyrir lengri ferðir, þá er gengið vikulega,“ segir hún.Hvannadalshnjúkur, Fimmvörðuháls, Leggjabrjótur og Laugavegurinn eru meðal þeirra leiða sem starfsfólkið státar af að hafa gengið hér innanlands. Allur gangur er á hversu margir taka þátt í göngunum hverju sinni, allt frá fimm upp í fimmtíu manns. Leiðirnar eru misjafnlega erfiðar yfirferðar, sumar hverjar sniðnar að fjölskyldum og aðrar að vanari göngumönnum. „Þessar ferðir hafa verið frábær leið til að hrista fólk saman. Starfsfólk Kaupþings er svo margt og dreift víða. Með þessu móti kynnist maður fólki sem maður myndi annars ekkert vita af.“Jóga og Nudd í hádeginuFleiri nefndir eru starfræktar innan Kaupþings sem hafa það að markmiði að hvetja til heilsusamlegrar samveru starfsfólksins. Þar á meðal eru íþróttanefnd og golfnefnd. Fjárfestingarbankinn Straumur á þetta sameiginlegt með Kaupþingi. „Við hugsum vel um heilsuna hérna hjá Straumi,“ segir Erla Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá bankanum. Innan herbúða hans er starfrækt sérstök íþróttanefnd sem sér um skipulagningu á ýmsum íþróttaviðburðum. Þá eru ýmsir heilsutengdir hópar virkir, þar á meðal hlaupahópur, fótboltahópur, gönguhópur og golfhópur. Nýlega var gengið skrefinu lengra og ein vika tileinkuð heilsu og hollum lifnaðarháttum. Starfsfólk gat meðal annars sótt fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og hlaup, tæmt hugann í jógatíma eða skellt sér í nudd í hádeginu og snætt meinhollan mat í mötuneytinu í framhaldinu. Þá tóku sjúkraþjálfarar út vinnustaðinn og sáu til þess að allir starfsmenn sætu örugglega rétt við tölvuna til að koma í veg fyrir bak- og axlaeymsl eftir langsetur við tölvuskjáinn. Erla segir starfsfólki bankans hafa liðið einstaklega vel þá vikuna. „Það tóku allir þátt í þessu. Þetta var mjög gaman og frábært framtak hjá íþróttanefndinni og starfsmannahaldinu.“Heilsuæði virðist því vera að ganga innan íslenskra fyrirtækja. Augsýnilegt er að stjórnendur þeirra átta sig æ betur á mikilvægi líkamlegrar og andlegrar heilsu starfsmanna. Lítil ástæða virðist vera fyrir starfsfólk íslenskra fyrirtækja að hlaupa í spik, þrátt fyrir langtímasetu frammi fyrir tölvuskjánum. Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Það var nú bara hlegið að mér þegar ég kom fyrst með hugmyndir um að ganga á Mallorca, enda sá fólk hana ekki fyrir sér sem gönguferðastað. Núna eru þær fáar ferðaskrifstofurnar sem ekki bjóða upp á gönguferðir til útlanda. Það er engin spurning að áhuginn er að aukast,“ segir Steinunn Harðardóttir, leiðsögumaður og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu. Steinunn hefur í rúm fimmtán ár haft það að starfi að skipuleggja gönguferðir fyrir hópa í útlöndum. Árið 1991 stofnaði hún fyrirtækið Göngu-Hrólf utan um þetta stóra áhugamál. Úrval-Útsýn keypti svo fyrirtækið af henni árið 1998. Síðan hefur það verið rekið sem sjálfstæð eining undir íþróttadeild Úrvals-Útsýnar. Gengið á fjallstinda víða um heimAuk Mallorca hefur Steinunn gengið með hópa í Toscana-héraði á Ítalíu, í Pýreneafjöllum, á Grikklandi og Tyrklandi. Oft eru það hópar innan fyrirtækja sem kaupa þjónustu Göngu-Hrólfs. Gönguferðir eru enda með bestu gerð hópeflingar sem völ er á, að mati Steinunnar. Þá segir hún fólk njóta þess að slaka á og leyfa öðrum að sjá um að stjórna. „Í þessum ferðum er allt skipulagt. Fólk kvartar góðlátlega ef það þarf að velja sjálft milli þriggja rétta á matseðlinum. Það nýtur þess að slökkva á hugsuninni og láta líkamann vinna í staðinn. Ég hef einmitt tekið eftir því að fólk sem þarf að taka mikið af ákvörðunum dags daglega nýtur þess sérstaklega.“Starfsmenn Kaupþings hafa tvisvar farið í ferðir á vegum Göngu-Hrólfs, annars vegar til Krítar og hins vegar til Mallorca nú í haust. Guðrún Bjarnadóttir, starfsmaður á upplýsinga- og tæknisviði Kaupþings, er einn virkra meðlima ferðanefndar bankans, sem stóð fyrir þeim ferðum og fjölda annarra. „Ég held við höfum gengið á meira og minna öll fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Við förum í léttar ferðir einu sinni eða tvisvar í mánuði nema þegar undirbúningur stendur yfir fyrir lengri ferðir, þá er gengið vikulega,“ segir hún.Hvannadalshnjúkur, Fimmvörðuháls, Leggjabrjótur og Laugavegurinn eru meðal þeirra leiða sem starfsfólkið státar af að hafa gengið hér innanlands. Allur gangur er á hversu margir taka þátt í göngunum hverju sinni, allt frá fimm upp í fimmtíu manns. Leiðirnar eru misjafnlega erfiðar yfirferðar, sumar hverjar sniðnar að fjölskyldum og aðrar að vanari göngumönnum. „Þessar ferðir hafa verið frábær leið til að hrista fólk saman. Starfsfólk Kaupþings er svo margt og dreift víða. Með þessu móti kynnist maður fólki sem maður myndi annars ekkert vita af.“Jóga og Nudd í hádeginuFleiri nefndir eru starfræktar innan Kaupþings sem hafa það að markmiði að hvetja til heilsusamlegrar samveru starfsfólksins. Þar á meðal eru íþróttanefnd og golfnefnd. Fjárfestingarbankinn Straumur á þetta sameiginlegt með Kaupþingi. „Við hugsum vel um heilsuna hérna hjá Straumi,“ segir Erla Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá bankanum. Innan herbúða hans er starfrækt sérstök íþróttanefnd sem sér um skipulagningu á ýmsum íþróttaviðburðum. Þá eru ýmsir heilsutengdir hópar virkir, þar á meðal hlaupahópur, fótboltahópur, gönguhópur og golfhópur. Nýlega var gengið skrefinu lengra og ein vika tileinkuð heilsu og hollum lifnaðarháttum. Starfsfólk gat meðal annars sótt fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og hlaup, tæmt hugann í jógatíma eða skellt sér í nudd í hádeginu og snætt meinhollan mat í mötuneytinu í framhaldinu. Þá tóku sjúkraþjálfarar út vinnustaðinn og sáu til þess að allir starfsmenn sætu örugglega rétt við tölvuna til að koma í veg fyrir bak- og axlaeymsl eftir langsetur við tölvuskjáinn. Erla segir starfsfólki bankans hafa liðið einstaklega vel þá vikuna. „Það tóku allir þátt í þessu. Þetta var mjög gaman og frábært framtak hjá íþróttanefndinni og starfsmannahaldinu.“Heilsuæði virðist því vera að ganga innan íslenskra fyrirtækja. Augsýnilegt er að stjórnendur þeirra átta sig æ betur á mikilvægi líkamlegrar og andlegrar heilsu starfsmanna. Lítil ástæða virðist vera fyrir starfsfólk íslenskra fyrirtækja að hlaupa í spik, þrátt fyrir langtímasetu frammi fyrir tölvuskjánum.
Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira