Hluthöfum fækkar Björgvin Guðmundsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Fundur Fjármálaeftirlitsins um yfirtökureglur Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hefur velt upp þeirri spurningu hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum. Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku. Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku.
Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira