Félagsþjónusta auðmanna 24. janúar 2007 05:30 Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist. Markaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist.
Markaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira