Frá Hverfisgötu í Ingólfsstræti Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 6. október 2007 06:00 Stefán þykir með eindæmum stundvís og átti það til að stilla klukkur leikara. Sjálfur gengur hann með klukku sem er stillt nokkrum mínútum á undan. Vísir/Vilhelm Stefán Jónsson er maðurinn sem ber ábyrgð á glæstum ferli okkar stærstu leikara í dag. Hann fann það fljótt að hann vildi ekki verða leikari. Maðurinn sem sumir vilja draga til ábyrgðar fyrir glæstan feril okkar stærstu leikara í dag, svo sem Ingvars Sigurðssonar, Hilmis Snæs, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Baltasars Kormáks, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Elvu Óskar Ólafsdóttur, fann fljótt að sjálfur vildi hann ekki verða leikari. En listin. Hún átti við hann. Og að því komst hann fljótt og var ungur að árum farinn að sækja leiksýningar borgarinnar, ekki aðeins í fylgd foreldra sinna heldur líka einsamall.Kópavogsfrumbyggi Þrátt fyrir óvenjulegan leikhúsáhuga segist Stefán hafa verið fremur venjulegt og stillt barn, fæddur á Hjalteyri við Eyjafjörð og sonur hjónanna Baldurs Stefánssonar verkstjóra hjá ÁTVR, en hann lést fyrir ári, og Margrétar Stefánsdóttur húsmóður. Stefán var þó ekki farinn að að geta gert mikið af sér þegar hann fluttist ásamt foreldrum sínum á mölina þar sem þau settust fljótlega að í Kópavogi. Að vera komin þangað í kringum 1950 gerir fjölskylduna að einum af Kópavogsfrumbyggjum og þótt Stefán sjálfur sé fyrir löngu fluttur úr bæjarfélaginu búa bræður hans tveir þar enn og móðir. „Sem barn hugsa ég að ég hafi farið í gegnum allt það sem börn fara í gegnum. Átti fjöruga og skemmtilega félaga. Var í fótbolta, skátunum en þó var það þessi áhugi á listum sem kom tiltölulega snemma til sögunnar. Sérstaklega man ég eftir leikhúsferð með skólanum þar sem við fórum að sjá Dagbók Önnu Frank. Sú sýning hafði gríðarleg áhrif á mig og ég skrifaði ritgerð sem var svo lesin upp fyrir bekkinn. Leikhúsið fór fljótt að verða mjög spennandi í mínum augum og ég var svona 11 til 12 ára þegar ég fór að fara einn í leikhúsið, á barnasýningar og sá ákveðin fullorðinsleikrit. Þegar ég var komin í menntaskóla var ég orðinn staðráðinn í því að fara í einhvers konar framhaldsnám er tengdist leikhúsinu – sem varð svo leikhúsfræðin.“Stefán segist síður en svo vera smeykur við að setja upp sígilda snilld á borð við La Traviata. Slíkt trekki áhorfendur að – að koma í óperuna þar sem þeir geta hlustað á aríur sem þeir gjörþekkja. Vísir/VilhelmBetri en Karólína Stefán segist hafa þó verið tvístígandi fram á síðustu stundu, hélt utan til Stokkhólms til að kynna sér námið og um leið möguleikana á því að innrita sig í sálfræði sem honum þótti líka mjög spennandi fag. Til „allrar lukku“ hafi verið fullt í sálfræðinni. Að sögn þeirra sem sáu Stefán teikna hefði líka komið til greina að hann yrði myndlistarmaður. „Ég hef stundum strítt henni Karólínu Lárusdóttur málara, því við vorum saman í landsprófi, á því að hún fékk bara 9,5 í teikningu og ég 10. Að því gríni slepptu hafði ég mjög gaman af því að mála en hef svo sem ekkert ræktað það. Sá þáttur nýtist mér samt gríðarlega vel í leikstjórastarfinu því leikstjóri er alltaf að vinna myndrænt í sviðsetningum. En hvað sálfræðina snertir þá fór samt svo að að ég las hana ásamt hagnýtri heimspeki sem hliðarfag í háskólanum í Stokkhólmi en aðalfagið var leikhús- og kvikmyndafræðin.“Hippi sem hertók óperu Stefán segir eitthvað til í því að hann hafi fullorðnast á Stokkhólmsárunum. Að hans eigin sögn hafi þetta verið ein mestu mótunarár í lífi hans. Ungt fólk víðs vegar um Evrópu hafði áttað sig á því að það gæti haft áhrif á eigið líf og haft eitthvað mikið um það að segja. Sænsku stúdentarnir horfðu til Parísar þar sem stúdentaóeirðir blossuðu upp í kringum 1968 og Stefán spreytti sig á mótmælendahlutverkinu og lét vígbúna lögreglumenn lumbra á sér með smá slettu af táragasi í kaupbæti. „Þessi tími hafði áhrif á mig sem manneskju til frambúðar. Það verður að viðurkennast að maður kom svolítið grænn út úr menntaskóla og þarna fullorðnaðist maður og vaknaði til þjóðfélagslegrar meðvitundar.“ Hipparnir lumbruðu á efnishyggjunni og borgaralegum gildum og lögreglan á hippunum og Stefán lumar á kaldhæðnislegum aðstæðum. Óperustjórinn hefur áður reynt að hertaka óperu. „Það þykir grátbroslegt núna þar sem ég sit hér sem óperustjóri áratugum síðar en auðvitað þótti okkur á þessum tíma óperan hámark niðurnjörvaðra borgaralegra gilda. Barsmíðarnar áttu sér stað þegar við ætluðum að hertaka óperuhúsið í Stokkhólmi. Mann grunaði eflaust ekki hvar maður ætti eftir að lenda tæpum 40 árum síðar.“Sænskar velferðartaugar Fljótlega eftir heimkomu upphófst einkar afkastamikill ferill í lífi Stefáns sem leikstjóra. Rétt áður en heim kom náði hann þó að stofna fjölskyldu. Kom til Íslands í verklega hlutann af náminu og hitti fyrir eiginkonu sína, Þórunni Sigurðardóttur þar sem hún lék aðalhlutverkið í Yvonne Búrgundarprinsessu hjá LR þar sem Stefán var aðstoðarleikstjóri. Með þeim tókust svo ástir stuttu síðar í Poppleiknum Óla. „Það er nú kannski svolítið erfitt að skilgreina hvað það er sem heillar mann við manneskju í byrjun. En hún var og er gríðarlega opin, lifandi og skemmtileg og við náðum tiltölulega fljótt saman. Hún kom svo með mér út til Stokkhólms til að klára síðasta námsárið mitt og fæddist Baldur sonur okkar þar.“ Dramatískir hlutir gerast oft í leikhúsinu og á æfingarferli leikrita en Stefán segir að Poppleikurinn Óli hafi þó slegið öll met hvað slíkt varðar. Í enda æfingaárs höfðu leikarar sýningarinnar farið í gegnum fimm hjónaskilnaði og stofnað hafði verið til tveggja nýrra hjónabanda. Sjálfskoðunin sem átti sér stað í meðferð verks sem fjallaði um einstaklinginn og mótun hans hafði áhrif á raunveruleg líf leikaranna og Stefán og Þórunn eignuðust barn. Þegar þau komu heim með soninn höfðu sænskar velferðartaugar einnig grasserað í taugakerfi Stefáns og Þórunnar og voru þau ein af þeim sem tóku á dagvistarvanda borgarinnar með því að stofna eigið barnaheimili sem enn er starfrækt í dag, það nefnist Ós.Þórunn Sigurðardóttir.Líður best úti á gólfi Ferilskrá Stefáns er löng og þétt. Stefán var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Stokkhólmi öll námsárin og vann sem fréttamaður á sumrin. Árið 1974 sneri hann sér alfarið að leikstjórn. Leikverkin sem hann hefur sett upp eru nú orðin 80 talsins og árin orðin 35 sem hann hefur leikstýrt. Þrátt fyrir stjórnunarhlutverk í Þjóðleikhúsinu og nú sem óperustjóri lítur hann alltaf fyrst og fremst á sig sem leikstjóra, fær mesta útrás þar og líður best úti á gólfi. „Sem nýtist mér svo mjög vel í leikhússtjórnun því þar ertu í raun að reka og stjórna mörgum sýningum.“ Spurður um hverja af eigin leiksýningum hann haldi mest upp á, svarar hann: „Það er erfitt að gera upp á milli en mér þykir vænst um sýningar eins og Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Eins sýningarnar á Sölku Völku og Degi vonar. Af sýningum seinni ára þykir mér hvað vænst um verk Ibsens; Villiöndina og Brúðheimilið og svo er það auðvitað Veislan, sem ég er einna ánægðastur með af öllu sem ég hef gert.“ Stefán gat ekki svo auðveldlega hætt í leikhúsinu eftir að hann lét af störfum Þjóðleikhússtjóra og stofnaði sitt eigið leikkhús með Hilmi Snæ, leikhúsið Skámána. Þær sýningar sem þeir hafa sett upp þar segir Stefán að sér þykir líka mjög vænt um: Ég er mín eigin kona og KillerJoe. „Jú, auðvitað er það sérkennilegt að vera kominn í grasrótina í leikhúsheiminum eftir að hafa leikstýrt leikhúsflaggskipinu. Það er líka mikil barátta því stóru leikhúsin hafa fjármunina og þar með auglýsingafjármagnið. Þótt KillerJoe þyki til dæmis ein besta sýning bæjarins eigum við erfitt uppdráttar af því að þeir sem peningana hafa geta auglýst okkur í kaf.“Vonaðist til að ala upp burðarleikara framtíðarinnar Það sest enginn í stól Þjóðleikhússtjóra án þess að einhverjir kasti brenni á bálið af og til. Stefán segir þó að í það heila hafi engir átakanlegir árekstrar orðið. Í byrjun voru þó, eins og frægt er orðið, nokkrir starfsmenn látnir fara og Stefán segist hafa tekið viðbrögðin í kjölfar þess inn á sig. „Þetta voru ekki margir einstaklingar en ég hafði unnið með þeim lengi og þekkti þá alla persónulega. Nokkur hystería fór í gang en hugsunin með þessum aðgerðum var að fá smá hreyfanleika á leikhópinn og yngja hann upp en yngsti fastráðni leikarinn þá var 34 ára gamall. Það var algjör stefnuyfirlýsing og meðvituð ákvörðun um að fá inn kornunga leikara á fasta samninga.“ „Stjörnufaðirinn“ hafa einhverjir kallað Stefán og vísa þá í þá fjölmörgu ungu leikara sem þá fengu tækifærið og komu sér rækilega á kortið. Stefán hefur áður blásið á stjörnuhugtakið í viðtölum og gerir það enn. Honum finnst sígilda umræðan um „gulldrengina“ með tilvísun í meðal annars Baltasar, Ingvar og Hilmi Snæ líka mjög ósanngjörn. „Ungu leikkonurnar sem komu þarna fram voru líka mjög sterkar og eru. Ég setti þetta unga fólk í framlínuna af því ég hafði tröllatrú á hæfileikum þeirra. Það er grundvallarkrafa leikhússtjóra að rækta sitt listafólk. Gefa því fjölbreytileg tækifæri og ólík. Þegar fólk fær slík tækifæri hefur það möguleika á að verða betra og betra. Það má segja að þessir leikarar hafi verið undir mínum verndarvæng. Maður vonaðist allavega til þess að þetta yrðu burðarleikarar framtíðarinnar.“Hilmir Snær Guðnason.Stundvís og oftast skapgóður Sé þreifað fyrir sér er fljótlegt að komast að því að Stefán er fremur vel liðinn maður miðað við hversu umdeildur hann gæti verið í sínu starfi og stöðu. Af hverju telur hann það vera? Stefán tekur mínútu í umhugsunarfrest. „Ég reyni að byggja mín mannlegu samskipti á því að mynda traust og vera hreinskiptinn. Mér hefur alltaf fundist fáránlegt, eins og einstaka leikstjóri gerir, að öskra og æpa á fólk og skipa því fyrir. Þú færð ekkert til að springa út hjá leikaranum nema það gerist í mjög miklu trúnaðarsambandi. Ég reyni að láta fólk njóta sannmælis og virða það. Svo skiptir auðvitað öllu máli í starfi að trúa því að við séum að gera gagn.“ Almannarómurinn segir þó ekki aðeins að Stefán sé vel liðinn. Hann segir einnig að hann sé ofurstundvís og stilli klukkuna sína nokkrum mínútum á undan. Hafi jafnvel stillt klukku annarra leikara of fljótt. Stefán staðfestir það. Einnig hefur heyrst að hann sé yfirleitt skapgóður og mjög dagfarsprúður en misbjóði honum, sé vissara að verða ekki á vegi hans. „Það fýkur ekki oft í mig, ef ég á að lýsa sjálfum mér – sem enginn á auðvitað að gera. Í grunninn er ég húmanisti en þrjóskari en andskotinn, segir konan mín. Ég er fæddur í tvíburamerkinu sem skýrir líka ýmislegt – fyrir þá sem eru í þeim pælingum. Tvíburinn er mjög óútreiknanleg persóna og við erum nokkur úr leikhúsinu sem eigum sama afmælisdag í þessu merki, 18. júní klúbburinn, Viðar Eggerts, Kristbjörg Kjeld, Tinna Gunnlaugs og fleiri.“Langar að læra á píanó – og ítölsku Afköst listamanna eru misjöfn en Stefán skorar hátt á því prófi. Er hann jafnskipulagður og stundvís? „Um leið og maður hefur gaman af því sem maður er að gera verður maður aktífur. Mér finnst ég sko eiga fullt eftir og leyfi mér að segja að mér finnst ég aldrei hafa jafnmikið að gefa í starfi og núna því lífsreynslan er orðin svo miklu meiri og dýpri.“ Stefán er einn þeirra sem stundað hefur kínverska leikfimi hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara í nokkur ár og ætlar hann að byrja fljótlega aftur eftir að hafa trassað það um langa hríð. „Maður kemst auðvitað ekki yfir allt en mig hefur alltaf langað að læra á píanó, bara fyrir sjálfan mig, sem og að læra ítölsku! Kannski óperustjórastarfið verði til þess að ég drífi í málinu.“ Tilveran er þá kannski eitthvað rólegri eftir að hann kom í óperuna? Eða hvað? „Já, þetta er auðvitað aðeins umfangsminna og starfseminni meiri takmörk sett. Þannig séð er þetta eitt leikhúsið enn og maður hefur því nokkuð góða stjórnunarreynslu í farteskinu. Þó er þetta öðruvísi. Hér ræður tónlistargyðjan ríkjum og það finnst mér skemmtileg ögrun. Ég fór að hafa áhuga á óperum um það leyti sem ég byrjaði í menntaskóla og fór þá að kaupa þær á grammafónplötum. Ég á margar eftirlætisóperur og eftirlætistónskáldin eru Verdi og Mozart – svo sem ekki mjög frumlegt. En þeir eru bara einfaldlega óviðjafnanlegir.“ Stefán segir óperuheiminn vera ótrúlega lítið framandi eftir að leiðin hafi legið um leikhúsið í svo langan tíma. „Ég hef séð flestar uppfærslur Íslensku óperunnar frá upphafi. Óperan er auðvitað ákveðið leikhúsform sem er mjög spennandi og ótrúlega mótsagnakennt. Því þótt að hver einasta nóta sé þar fyrirfram skrifuð er formið um leið svo abstrakt og opið að það býður upp á óendanlegt frelsi í sviðsetningu. Slíkt er mjög spennandi fyrir leikhúsmann eins og mig. Mig langar að gera íslensku óperuna að meira spennandi leikhúsi en hún hefur oft verið. Sýningarnar á undanförnum árum hafa oft verið frábærar tónlistarlega séð en kannski ekki alltaf jafn spennandi út frá leikhússjónarmiði.“Unnur Ösp Stefánsdóttir.Vinsælu óperurnar á svið Þegar óperustjórinn er inntur eftir stefnuyfirlýsingu ítrekar hann að það sé alltaf hættulegt að vera með einhverjar stefnuyfirlýsingar. „Ég hugsa að ég reyni frekar að sýna stefnu mína í verki á næstu misserum. Og það tekur alltaf smá tíma að marka sér ímynd. Þegar ég var ráðinn hingað var til dæmis búið að skipuleggja töluvert af þessum vetri. Ég fékk að vísu að breyta því flestu. Mín fingraför munu því betur koma í ljós þegar líður á vetur og það tekur um tvö til þrjú ár að sýna andlit sitt almennilega.“ Fyrsta stóra óperan sem Stefán ber alfarið ábyrgð á er sjálf drottning óperunnar; La Traviata. Er hún dæmi um það sem koma skal? „Það var stefna forvera mína hér að sýna fyrst og fremst óperur sem hafa ekki verið sýndar áður. Það er mjög virðingarvert að kynna þær en það má samt ekki gleyma hinu. Fjöldinn fer frekar á óperur sem þeir kannast við og hefur heyrt aríur og dúetta úr og þess vegna er það ákvörðun mín að opna dyrnar aftur fyrir þessum þekktari og vinsælli óperum sem er alltaf hægt að gera upp á nýtt með nýjum listamönnum á ferskan og spennandi hátt. Samhliða þessu er auðvitað nauðsynlegt að bjóða svo upp á eitthvað kröfuharðara fyrir áhorfendur og flytjendur sem og íslenskar óperur.“Nýtt húsnæði í Kópavogi Stefnt er að að gjörnýta hús Íslensku óperunnar með samstarfsverkefnum, tónleikum og ýmsu öðru en óperum vetrarins. „Húsnæðið sem slíkt er alltof lítið. Það er mjög sjarmerandi en bæði eru sætin of fá til að þau standi undir kvöldkostnaði óperusýninga fjárhagslega og svo er engin aðstaða baksviðs. Það er í raun kraftaverk hve oft hefur verið hægt að koma hér upp flottum sýningum. Nú er hinsvegar verið að leggja drög að því að koma upp Óperuhúsi í Kópavogi í miklu samstarfi við okkur. Óperan mun þá afsala sér húsinu hér í Ingólfsstræti þegar ný bygging verður risin. Við skulum vona að húsið verði notað áfram undir menningarstarfsemi og ekki verði opnaður hér stórmarkaður. Það er trú mín og ósk að Íslenska Óperan eflist og dafni enn frekar á næstu árum og mikilvægt að ráðamenn haldi áfram eindregnum stuðningi við óperuflutning. Okkar er að vanda okkur og standa okkur gagnvart áhorfendum.“ Ætlarðu að vera jafn lengi hér og í Þjóðleikhúsinu? „Ég er ráðinn hér til fjögurra ára. Lengra hugsa ég ekki í bili.“ Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stefán Jónsson er maðurinn sem ber ábyrgð á glæstum ferli okkar stærstu leikara í dag. Hann fann það fljótt að hann vildi ekki verða leikari. Maðurinn sem sumir vilja draga til ábyrgðar fyrir glæstan feril okkar stærstu leikara í dag, svo sem Ingvars Sigurðssonar, Hilmis Snæs, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Baltasars Kormáks, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Elvu Óskar Ólafsdóttur, fann fljótt að sjálfur vildi hann ekki verða leikari. En listin. Hún átti við hann. Og að því komst hann fljótt og var ungur að árum farinn að sækja leiksýningar borgarinnar, ekki aðeins í fylgd foreldra sinna heldur líka einsamall.Kópavogsfrumbyggi Þrátt fyrir óvenjulegan leikhúsáhuga segist Stefán hafa verið fremur venjulegt og stillt barn, fæddur á Hjalteyri við Eyjafjörð og sonur hjónanna Baldurs Stefánssonar verkstjóra hjá ÁTVR, en hann lést fyrir ári, og Margrétar Stefánsdóttur húsmóður. Stefán var þó ekki farinn að að geta gert mikið af sér þegar hann fluttist ásamt foreldrum sínum á mölina þar sem þau settust fljótlega að í Kópavogi. Að vera komin þangað í kringum 1950 gerir fjölskylduna að einum af Kópavogsfrumbyggjum og þótt Stefán sjálfur sé fyrir löngu fluttur úr bæjarfélaginu búa bræður hans tveir þar enn og móðir. „Sem barn hugsa ég að ég hafi farið í gegnum allt það sem börn fara í gegnum. Átti fjöruga og skemmtilega félaga. Var í fótbolta, skátunum en þó var það þessi áhugi á listum sem kom tiltölulega snemma til sögunnar. Sérstaklega man ég eftir leikhúsferð með skólanum þar sem við fórum að sjá Dagbók Önnu Frank. Sú sýning hafði gríðarleg áhrif á mig og ég skrifaði ritgerð sem var svo lesin upp fyrir bekkinn. Leikhúsið fór fljótt að verða mjög spennandi í mínum augum og ég var svona 11 til 12 ára þegar ég fór að fara einn í leikhúsið, á barnasýningar og sá ákveðin fullorðinsleikrit. Þegar ég var komin í menntaskóla var ég orðinn staðráðinn í því að fara í einhvers konar framhaldsnám er tengdist leikhúsinu – sem varð svo leikhúsfræðin.“Stefán segist síður en svo vera smeykur við að setja upp sígilda snilld á borð við La Traviata. Slíkt trekki áhorfendur að – að koma í óperuna þar sem þeir geta hlustað á aríur sem þeir gjörþekkja. Vísir/VilhelmBetri en Karólína Stefán segist hafa þó verið tvístígandi fram á síðustu stundu, hélt utan til Stokkhólms til að kynna sér námið og um leið möguleikana á því að innrita sig í sálfræði sem honum þótti líka mjög spennandi fag. Til „allrar lukku“ hafi verið fullt í sálfræðinni. Að sögn þeirra sem sáu Stefán teikna hefði líka komið til greina að hann yrði myndlistarmaður. „Ég hef stundum strítt henni Karólínu Lárusdóttur málara, því við vorum saman í landsprófi, á því að hún fékk bara 9,5 í teikningu og ég 10. Að því gríni slepptu hafði ég mjög gaman af því að mála en hef svo sem ekkert ræktað það. Sá þáttur nýtist mér samt gríðarlega vel í leikstjórastarfinu því leikstjóri er alltaf að vinna myndrænt í sviðsetningum. En hvað sálfræðina snertir þá fór samt svo að að ég las hana ásamt hagnýtri heimspeki sem hliðarfag í háskólanum í Stokkhólmi en aðalfagið var leikhús- og kvikmyndafræðin.“Hippi sem hertók óperu Stefán segir eitthvað til í því að hann hafi fullorðnast á Stokkhólmsárunum. Að hans eigin sögn hafi þetta verið ein mestu mótunarár í lífi hans. Ungt fólk víðs vegar um Evrópu hafði áttað sig á því að það gæti haft áhrif á eigið líf og haft eitthvað mikið um það að segja. Sænsku stúdentarnir horfðu til Parísar þar sem stúdentaóeirðir blossuðu upp í kringum 1968 og Stefán spreytti sig á mótmælendahlutverkinu og lét vígbúna lögreglumenn lumbra á sér með smá slettu af táragasi í kaupbæti. „Þessi tími hafði áhrif á mig sem manneskju til frambúðar. Það verður að viðurkennast að maður kom svolítið grænn út úr menntaskóla og þarna fullorðnaðist maður og vaknaði til þjóðfélagslegrar meðvitundar.“ Hipparnir lumbruðu á efnishyggjunni og borgaralegum gildum og lögreglan á hippunum og Stefán lumar á kaldhæðnislegum aðstæðum. Óperustjórinn hefur áður reynt að hertaka óperu. „Það þykir grátbroslegt núna þar sem ég sit hér sem óperustjóri áratugum síðar en auðvitað þótti okkur á þessum tíma óperan hámark niðurnjörvaðra borgaralegra gilda. Barsmíðarnar áttu sér stað þegar við ætluðum að hertaka óperuhúsið í Stokkhólmi. Mann grunaði eflaust ekki hvar maður ætti eftir að lenda tæpum 40 árum síðar.“Sænskar velferðartaugar Fljótlega eftir heimkomu upphófst einkar afkastamikill ferill í lífi Stefáns sem leikstjóra. Rétt áður en heim kom náði hann þó að stofna fjölskyldu. Kom til Íslands í verklega hlutann af náminu og hitti fyrir eiginkonu sína, Þórunni Sigurðardóttur þar sem hún lék aðalhlutverkið í Yvonne Búrgundarprinsessu hjá LR þar sem Stefán var aðstoðarleikstjóri. Með þeim tókust svo ástir stuttu síðar í Poppleiknum Óla. „Það er nú kannski svolítið erfitt að skilgreina hvað það er sem heillar mann við manneskju í byrjun. En hún var og er gríðarlega opin, lifandi og skemmtileg og við náðum tiltölulega fljótt saman. Hún kom svo með mér út til Stokkhólms til að klára síðasta námsárið mitt og fæddist Baldur sonur okkar þar.“ Dramatískir hlutir gerast oft í leikhúsinu og á æfingarferli leikrita en Stefán segir að Poppleikurinn Óli hafi þó slegið öll met hvað slíkt varðar. Í enda æfingaárs höfðu leikarar sýningarinnar farið í gegnum fimm hjónaskilnaði og stofnað hafði verið til tveggja nýrra hjónabanda. Sjálfskoðunin sem átti sér stað í meðferð verks sem fjallaði um einstaklinginn og mótun hans hafði áhrif á raunveruleg líf leikaranna og Stefán og Þórunn eignuðust barn. Þegar þau komu heim með soninn höfðu sænskar velferðartaugar einnig grasserað í taugakerfi Stefáns og Þórunnar og voru þau ein af þeim sem tóku á dagvistarvanda borgarinnar með því að stofna eigið barnaheimili sem enn er starfrækt í dag, það nefnist Ós.Þórunn Sigurðardóttir.Líður best úti á gólfi Ferilskrá Stefáns er löng og þétt. Stefán var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Stokkhólmi öll námsárin og vann sem fréttamaður á sumrin. Árið 1974 sneri hann sér alfarið að leikstjórn. Leikverkin sem hann hefur sett upp eru nú orðin 80 talsins og árin orðin 35 sem hann hefur leikstýrt. Þrátt fyrir stjórnunarhlutverk í Þjóðleikhúsinu og nú sem óperustjóri lítur hann alltaf fyrst og fremst á sig sem leikstjóra, fær mesta útrás þar og líður best úti á gólfi. „Sem nýtist mér svo mjög vel í leikhússtjórnun því þar ertu í raun að reka og stjórna mörgum sýningum.“ Spurður um hverja af eigin leiksýningum hann haldi mest upp á, svarar hann: „Það er erfitt að gera upp á milli en mér þykir vænst um sýningar eins og Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Eins sýningarnar á Sölku Völku og Degi vonar. Af sýningum seinni ára þykir mér hvað vænst um verk Ibsens; Villiöndina og Brúðheimilið og svo er það auðvitað Veislan, sem ég er einna ánægðastur með af öllu sem ég hef gert.“ Stefán gat ekki svo auðveldlega hætt í leikhúsinu eftir að hann lét af störfum Þjóðleikhússtjóra og stofnaði sitt eigið leikkhús með Hilmi Snæ, leikhúsið Skámána. Þær sýningar sem þeir hafa sett upp þar segir Stefán að sér þykir líka mjög vænt um: Ég er mín eigin kona og KillerJoe. „Jú, auðvitað er það sérkennilegt að vera kominn í grasrótina í leikhúsheiminum eftir að hafa leikstýrt leikhúsflaggskipinu. Það er líka mikil barátta því stóru leikhúsin hafa fjármunina og þar með auglýsingafjármagnið. Þótt KillerJoe þyki til dæmis ein besta sýning bæjarins eigum við erfitt uppdráttar af því að þeir sem peningana hafa geta auglýst okkur í kaf.“Vonaðist til að ala upp burðarleikara framtíðarinnar Það sest enginn í stól Þjóðleikhússtjóra án þess að einhverjir kasti brenni á bálið af og til. Stefán segir þó að í það heila hafi engir átakanlegir árekstrar orðið. Í byrjun voru þó, eins og frægt er orðið, nokkrir starfsmenn látnir fara og Stefán segist hafa tekið viðbrögðin í kjölfar þess inn á sig. „Þetta voru ekki margir einstaklingar en ég hafði unnið með þeim lengi og þekkti þá alla persónulega. Nokkur hystería fór í gang en hugsunin með þessum aðgerðum var að fá smá hreyfanleika á leikhópinn og yngja hann upp en yngsti fastráðni leikarinn þá var 34 ára gamall. Það var algjör stefnuyfirlýsing og meðvituð ákvörðun um að fá inn kornunga leikara á fasta samninga.“ „Stjörnufaðirinn“ hafa einhverjir kallað Stefán og vísa þá í þá fjölmörgu ungu leikara sem þá fengu tækifærið og komu sér rækilega á kortið. Stefán hefur áður blásið á stjörnuhugtakið í viðtölum og gerir það enn. Honum finnst sígilda umræðan um „gulldrengina“ með tilvísun í meðal annars Baltasar, Ingvar og Hilmi Snæ líka mjög ósanngjörn. „Ungu leikkonurnar sem komu þarna fram voru líka mjög sterkar og eru. Ég setti þetta unga fólk í framlínuna af því ég hafði tröllatrú á hæfileikum þeirra. Það er grundvallarkrafa leikhússtjóra að rækta sitt listafólk. Gefa því fjölbreytileg tækifæri og ólík. Þegar fólk fær slík tækifæri hefur það möguleika á að verða betra og betra. Það má segja að þessir leikarar hafi verið undir mínum verndarvæng. Maður vonaðist allavega til þess að þetta yrðu burðarleikarar framtíðarinnar.“Hilmir Snær Guðnason.Stundvís og oftast skapgóður Sé þreifað fyrir sér er fljótlegt að komast að því að Stefán er fremur vel liðinn maður miðað við hversu umdeildur hann gæti verið í sínu starfi og stöðu. Af hverju telur hann það vera? Stefán tekur mínútu í umhugsunarfrest. „Ég reyni að byggja mín mannlegu samskipti á því að mynda traust og vera hreinskiptinn. Mér hefur alltaf fundist fáránlegt, eins og einstaka leikstjóri gerir, að öskra og æpa á fólk og skipa því fyrir. Þú færð ekkert til að springa út hjá leikaranum nema það gerist í mjög miklu trúnaðarsambandi. Ég reyni að láta fólk njóta sannmælis og virða það. Svo skiptir auðvitað öllu máli í starfi að trúa því að við séum að gera gagn.“ Almannarómurinn segir þó ekki aðeins að Stefán sé vel liðinn. Hann segir einnig að hann sé ofurstundvís og stilli klukkuna sína nokkrum mínútum á undan. Hafi jafnvel stillt klukku annarra leikara of fljótt. Stefán staðfestir það. Einnig hefur heyrst að hann sé yfirleitt skapgóður og mjög dagfarsprúður en misbjóði honum, sé vissara að verða ekki á vegi hans. „Það fýkur ekki oft í mig, ef ég á að lýsa sjálfum mér – sem enginn á auðvitað að gera. Í grunninn er ég húmanisti en þrjóskari en andskotinn, segir konan mín. Ég er fæddur í tvíburamerkinu sem skýrir líka ýmislegt – fyrir þá sem eru í þeim pælingum. Tvíburinn er mjög óútreiknanleg persóna og við erum nokkur úr leikhúsinu sem eigum sama afmælisdag í þessu merki, 18. júní klúbburinn, Viðar Eggerts, Kristbjörg Kjeld, Tinna Gunnlaugs og fleiri.“Langar að læra á píanó – og ítölsku Afköst listamanna eru misjöfn en Stefán skorar hátt á því prófi. Er hann jafnskipulagður og stundvís? „Um leið og maður hefur gaman af því sem maður er að gera verður maður aktífur. Mér finnst ég sko eiga fullt eftir og leyfi mér að segja að mér finnst ég aldrei hafa jafnmikið að gefa í starfi og núna því lífsreynslan er orðin svo miklu meiri og dýpri.“ Stefán er einn þeirra sem stundað hefur kínverska leikfimi hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara í nokkur ár og ætlar hann að byrja fljótlega aftur eftir að hafa trassað það um langa hríð. „Maður kemst auðvitað ekki yfir allt en mig hefur alltaf langað að læra á píanó, bara fyrir sjálfan mig, sem og að læra ítölsku! Kannski óperustjórastarfið verði til þess að ég drífi í málinu.“ Tilveran er þá kannski eitthvað rólegri eftir að hann kom í óperuna? Eða hvað? „Já, þetta er auðvitað aðeins umfangsminna og starfseminni meiri takmörk sett. Þannig séð er þetta eitt leikhúsið enn og maður hefur því nokkuð góða stjórnunarreynslu í farteskinu. Þó er þetta öðruvísi. Hér ræður tónlistargyðjan ríkjum og það finnst mér skemmtileg ögrun. Ég fór að hafa áhuga á óperum um það leyti sem ég byrjaði í menntaskóla og fór þá að kaupa þær á grammafónplötum. Ég á margar eftirlætisóperur og eftirlætistónskáldin eru Verdi og Mozart – svo sem ekki mjög frumlegt. En þeir eru bara einfaldlega óviðjafnanlegir.“ Stefán segir óperuheiminn vera ótrúlega lítið framandi eftir að leiðin hafi legið um leikhúsið í svo langan tíma. „Ég hef séð flestar uppfærslur Íslensku óperunnar frá upphafi. Óperan er auðvitað ákveðið leikhúsform sem er mjög spennandi og ótrúlega mótsagnakennt. Því þótt að hver einasta nóta sé þar fyrirfram skrifuð er formið um leið svo abstrakt og opið að það býður upp á óendanlegt frelsi í sviðsetningu. Slíkt er mjög spennandi fyrir leikhúsmann eins og mig. Mig langar að gera íslensku óperuna að meira spennandi leikhúsi en hún hefur oft verið. Sýningarnar á undanförnum árum hafa oft verið frábærar tónlistarlega séð en kannski ekki alltaf jafn spennandi út frá leikhússjónarmiði.“Unnur Ösp Stefánsdóttir.Vinsælu óperurnar á svið Þegar óperustjórinn er inntur eftir stefnuyfirlýsingu ítrekar hann að það sé alltaf hættulegt að vera með einhverjar stefnuyfirlýsingar. „Ég hugsa að ég reyni frekar að sýna stefnu mína í verki á næstu misserum. Og það tekur alltaf smá tíma að marka sér ímynd. Þegar ég var ráðinn hingað var til dæmis búið að skipuleggja töluvert af þessum vetri. Ég fékk að vísu að breyta því flestu. Mín fingraför munu því betur koma í ljós þegar líður á vetur og það tekur um tvö til þrjú ár að sýna andlit sitt almennilega.“ Fyrsta stóra óperan sem Stefán ber alfarið ábyrgð á er sjálf drottning óperunnar; La Traviata. Er hún dæmi um það sem koma skal? „Það var stefna forvera mína hér að sýna fyrst og fremst óperur sem hafa ekki verið sýndar áður. Það er mjög virðingarvert að kynna þær en það má samt ekki gleyma hinu. Fjöldinn fer frekar á óperur sem þeir kannast við og hefur heyrt aríur og dúetta úr og þess vegna er það ákvörðun mín að opna dyrnar aftur fyrir þessum þekktari og vinsælli óperum sem er alltaf hægt að gera upp á nýtt með nýjum listamönnum á ferskan og spennandi hátt. Samhliða þessu er auðvitað nauðsynlegt að bjóða svo upp á eitthvað kröfuharðara fyrir áhorfendur og flytjendur sem og íslenskar óperur.“Nýtt húsnæði í Kópavogi Stefnt er að að gjörnýta hús Íslensku óperunnar með samstarfsverkefnum, tónleikum og ýmsu öðru en óperum vetrarins. „Húsnæðið sem slíkt er alltof lítið. Það er mjög sjarmerandi en bæði eru sætin of fá til að þau standi undir kvöldkostnaði óperusýninga fjárhagslega og svo er engin aðstaða baksviðs. Það er í raun kraftaverk hve oft hefur verið hægt að koma hér upp flottum sýningum. Nú er hinsvegar verið að leggja drög að því að koma upp Óperuhúsi í Kópavogi í miklu samstarfi við okkur. Óperan mun þá afsala sér húsinu hér í Ingólfsstræti þegar ný bygging verður risin. Við skulum vona að húsið verði notað áfram undir menningarstarfsemi og ekki verði opnaður hér stórmarkaður. Það er trú mín og ósk að Íslenska Óperan eflist og dafni enn frekar á næstu árum og mikilvægt að ráðamenn haldi áfram eindregnum stuðningi við óperuflutning. Okkar er að vanda okkur og standa okkur gagnvart áhorfendum.“ Ætlarðu að vera jafn lengi hér og í Þjóðleikhúsinu? „Ég er ráðinn hér til fjögurra ára. Lengra hugsa ég ekki í bili.“
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira