Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar.
Vísindamenn Nasa hafa legið undanfarna daga yfir gögnum um skemmdirnar til að meta hvort viðgerða sé þörf. Mikið er í húfi því ekki ósvipaðar skemmdir ollu því að Columbiu-ferjan fórst með sjö manna áhöfn við endurkomu sína til jarðar árið 2003.
Viðgerð á ferjunni gæti kostað mikla fyrirhöfn og tíma sem annars hefði farið í hið upprunalega markið fararinnar: að betrumbæta Alþjóðageimstöðina.
Vísir heldur áfram að fylgjast með Endeavour.