Menning

Rándýr hauskúpa

Ásett verð þessarar demantsþöktu hauskúpu eftir Damien Hirst er sex milljarðar króna.
Ásett verð þessarar demantsþöktu hauskúpu eftir Damien Hirst er sex milljarðar króna.

Myndlistarmaðurinn Damien Hirst opnaði í byrjun júnímánaðar sýningu þar sem hann sýnir dýrasta listaverk sem hefur verið búið til. Verkið er hauskúpa í fullri stærð úr títaníum alþakin demöntum. Á hauskúpunni eru 8601 demantar sem eru samtals 1106,18 karöt.

Ásett verð hauskúpunnar er 50 milljónir punda sem eru um 6 milljarðar íslenskra króna. Ef verkið selst á þessu verði er Hirst kominn í sama verðflokk Picasso.

Damien Hirst varð í júnímánuði sá núlifandi listamaður sem á verðhæsta listaverkið. Verk hans Lullaby Spring, eða Vögguvísu vor, var selt á uppboði á tæpar 10 milljónir punda eða um 120 milljónir króna.

George Michael og sambýlismaður hans eru enn sem komið er þeir einu sem hafa lýst áhuga á að kaupa hauskúpuna enda ekki á færi allra að kaupa listaverk á sex milljarða.

 

Damien Hirst umdeildur en vinsæll.

Damien Hirst er afar umdeildur listamaður sem er þekktastur fyrir að sýna sundurskornar beljur í formaldehíði, rotnandi dýrshræ og fleira huggulegt. Á sömu sýningu og hauskúpan er sýnd á má sjá málverk eftir Hirst af keisaraskurðsfæðingu sonar hans og krabbameinsæxlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.