Erlent

Ofnæmisviðbrögð vegna katta algeng

Fleiri en þeir sem hafa ofnæmi fyrir köttum sýna ofnæmisviðbrögð við þeim.
Fleiri en þeir sem hafa ofnæmi fyrir köttum sýna ofnæmisviðbrögð við þeim.

Rannsókn vísindamanna við The Imperial College í Lundúnum sýnir að ekki aðeins þeir sem hafa ofnæmi fyrir köttum sýni við þeim ofnæmisviðbrögð sem líkjast astma á byrjunarstigi.

Susan Chinn, einn af vísindamönnunum, tjáir fréttavef BBC að þessi niðurstaða bendi til þess að það gæti komið sér vel fyrir marga sem ekki hafa kattaofnæmi að komast sjaldnar í snertingu við þá.

Vísindamennirnir rannsökuðu tæplega tvö þúsund manns og heimili þeirra víðs vegar um Evrópu. Þeir tóku blóðsýni úr fólkinu til að leita að mótefnum sem kallast IgE sem eru merki um ýmis ofnæmisviðbrögð. Einnig tóku þeir ryksýni af heimilum fólksins og leituðu að rykmaurum í þeim og efnum sem valda til dæmis katta- og frjókornaofnæmi.

Niðurstaðan í rannsókninni var sú að fjórðungur þátttakendanna sýndi ofnæmis­viðbrögð við efnum sem valda kattaofnæmi, einkum öndunar­truflanir. En einungis fimmtán prósent þeirra manna sem voru rannsakaðir eru strangt til tekið með ofnæmi fyrir köttum.

Að mati Chinn er þetta áhugavert vegna þess að ekki var búist við því að fólk sem ekki hefur kattaofnæmi myndi sýna ofnæmisviðbrögð við þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×