Viðskipti innlent

Óvíst um framtíð Bjarna

Framtíð Bjarna Ármannssonar hjá REI mun ráðast á næstu dögum.
Framtíð Bjarna Ármannssonar hjá REI mun ráðast á næstu dögum.
Framtíð Bjarna Ármannssonar hjá Reykjavík Energy Invest er óljós eftir að Borgarráð og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tóku þá ákvörðun að ógilda samruma REI og Geysir Green Energy.

Bjarni er hluthafi í REI og stjórnarformaður fyrirtækisins. Búist er við að hann muni láta framtíð sína ráðast af þeim ákvörðunum sem stærsti hluthafinn, Orkuveitan, sem á 93% hlut í félaginu, tekur um framtíð fyrirtækisins. Málin munu skýrast næstu daga, samkvæmt heimildum Vísis.

Ljóst er að stjórnendur Orkuveitunnar og borgarstjórn eru á móti samruna REI og GGE eins og hann var útfærður í samningum sem gerðir voru í haust. Þó er óljóst hvort og þá hverskonar samruni eða samvinna fyrirtækjanna gæti komið til greina.

Framhaldshluthafafundur REI hófst í húsi Orkuveitunnar í morgun. Fulltrúar hluthafa óskuðu eftir fresti til að yfir gögn sem tengjast fjárfestingunum á Fillipseyjum og skuldbindingum þeim tengdum. Hluthafafundurinn mun svo hefjast að nýju seinni partinn á morgun.

Þá verður kosið í stjórn, en kjósa þarf nýja stjórnarmenn í stað þeirra sem ganga úr stjórn.

Fljótlega eftir að hluthafafundinum lýkur mun framtíð Bjarna hjá fyrirtækinu svo ráðast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×