Fótboltastjarnan fyrrverandi, Diego Maradona, var handtekinn af flugvallarlögreglunni í Buenos Aires er hann kom þangað frá Ítalíu um helgina. Maradona hafði ekki sinnt kalli um að mæta í réttarhald um hálfsannarsárs gamalt umferðarslys.
Dómarinn í málinu hefur ítrekað reynt að fá Maradona í vitnastúkuna í máli þessu frá árinu 2006 þar sem hjón hlutu minniháttar meiðsl er Maradona keyrði niður símasjálfsala á jeppa sínum. Eftir að hafa verið færður fyrir dómarann var Maradonna sleppt úr haldi