Fótbolti

Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover

Gunnar Heiðar fór fremstur í flokki þegar leikmenn Hanover fögnuðu marki Michael Tarnat í dag.
Gunnar Heiðar fór fremstur í flokki þegar leikmenn Hanover fögnuðu marki Michael Tarnat í dag.

Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt.

Schalke hefur ekki sigrað í síðustu fjórum leikjum sínum og aðeins hlotið í þeim tvö stig. Fyrir vikið fer forysta liðsins á toppi deildarinnar minnkandi en það stendur nú í fjórum stigum. Werder Bremen getur minnkað muninn í eitt stig á morgun, en þá mætir liðið Bayern Munchen. Stuttart er einnig með 46 stig, en Bayern er með 43 stig.

Það var fyrrum landsliðsmaðurinn Michael Tarnat sem jafnaði metin fyrir Gunnar og félaga í Hanover í dag eftir að Mesu Oezil hafði komið gestunum yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×