Innlent

Meirihluti Sunnlendinga andvígur Þjórsárvirkjunum

Aðeins þriðjungur kjósenda í Suðurkjördæmi er hlynntur virkjunum í neðri hluta Þjórsár, en tveir þriðju eru þeim andvígir.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Stöð 2.

Spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að virkjað verði í neðri hluta Þjórsár.

Mjög andvígir virkjun reyndust 29% og 18% frekar andvígir. Hvorki hlynntir né andvígir reyndust vera 17%, sem er sami fjöldi og var frekar hlynntur og mjög hlynntir voru líka 17%. Þegar bara er litið á þá sem taka ákveðna afstöðu kemur í ljós að 57%, eða tæplega tveir þriðju kjósenda í Suðurkjördæmi eru andvígir virkjunum í neðri hluta Þjórsár, en 33% hlynntur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×