Meira en croissant og ilmvötn 18. apríl 2007 00:01 Viðskipti milli Íslands og Frakklands hafa tekið kipp á undanförnum tveimur árum. Á fundinum „Franskt vor í viðskiptum á Íslandi“ kom meðal annars fram fram að 6.700 starfsmenn starfa nú hjá 28 íslenskum fyrirtækjum í Frakklandi. Fyrir tíu árum voru fyrirtækin fjögur og starfsmennirnir 150. Vín, verkföll, ostar, rómantík, saga, hroki, fegurð, kvenleiki, gæsalifur, karlmennska, blóðhiti, hátíska, breiðgötur, baguette, landbúnaður, fjölmenning. Í augum heimsins endurspeglast Frakkland í öllum þessum orðum og fleirum. Fá lönd í heiminum kalla eins margar ólíkar myndir upp í hugann. Frakkland er líka ríkt land og fjölbreytt og það stærsta í Vestur-Evrópu. Þar búa rúmlega 63 milljónir manna. Um tuttugu prósent þeirra búa í París og umhverfis hana. Frakkland á landamæri að sex löndum og gætir áhrifa þeirra allra í franskri menningu.Efnahagslegar áskoranirKostir og verðleikar Frakklands fyrir beinan útflutning og íslenskar fjárfestingar voru ræddir á fundi um viðskipti milli Íslands og Frakklands í síðustu viku. Hann var haldinn í tengslum við menningarhátíðina Pourquoi Pas? – Franskt vor á Íslandi sem nú stendur sem hæst. Að henni standa Fransk-íslenska viðskiptaráðið, menntamálaráðuneytið, franska sendiráðið og Culturesfrance.Þeir fyrirlesarar er tóku til máls á ráðstefnunni lýstu reynslu sinni af viðskiptum í og við Frakkland. Allir voru þeir sammála um að þar væri nóg af tækifærum. Frakkland hefur þó sína djöfla að draga, rétt eins og önnur lönd. Unnur Orradóttir Ramette, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í París, fór í fyrirlestri sínum yfir helstu sjúkdómseinkenni markaðarins. Frakkland hefur lítillega dregist aftur úr viðmiðunarlöndum sínum á undanförnum árum. Hagvöxtur hefur ekki verið mikill og mælist nú um 2,2 prósent. Ekki hefur tekist að stemma stigu við atvinnuleysi sem nú mælist um 8,4 prósent. Unnur sagði óttann við alþjóðavæðinguna áberandi meðal Frakka. Stór frönsk fyrirtæki hafi verið öflug á alþjóðamörkuðum en á meðan hafi dregið úr samkeppnishæfi smærri franskra fyrirtækja. Þau hafi ekki fjárfest eða sinnt rannsókn og þróun nægilega, enda sé aðgangur þeirra að fjármögnun ekki greiður.Villandi staðalímyndirFrakkland gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagi Evrópu og heimsins alls. Það er fimmta stærsta efnahagsveldi heims miðað við landsframleiðslu og þriðji stærsti þjónustuútflytjandinn. Hvergi í heiminum er eins mikið innflæði erlendra fjárfesta og í Frakklandi, nema í Kína. Umtalsverður hluti franskra fyrirtækja í eigu erlendra aðila. Í máli Gilles Debuire frá Invest in France Agency kom fram að árið 2006 jukust beinar fjárfestingar í Frakklandi til muna og sköpuðu fjörutíu þúsund ný störf. Þar af voru sex þúsund sem Norðurlöndin stofnuðu til.Þrátt fyrir þetta eru þær hugmyndir lífseigar að franski markaðurinn sé lokaður, illa samkeppnishæfur og þar sé flókið að stofna fyrirtæki. Þær eiga lítið við rök að styðjast. Franskur vinnumarkaður hefur löngum verið álitinn martröð atvinnurekenda. Framleiðni vinnuafls er þó mun hærri í Frakklandi en á Íslandi og sú fjórða mesta í heiminum. Verkföll eru alls ekki tíð þrátt fyrir að staðalímyndin gefi annað til kynna. Um 25 dagar töpuðust árlega á þúsund íbúa vegna verkfalla á árunum 2002 til 2004. Það er til samanburðar við 298,8 á Íslandi, ef tölur Gilles eru réttar. Frakkland er líka undir meðaltali Bretlands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Ítalíu og Spánar.Hugmyndir um slaka enskukunnáttu Frakka eru ýktar. Þar talar 65 prósent fólks undir þrítugu ensku og níutíu prósent þeirra sem hafa háskólagráðu. Frönskukunnátta er þó mikilvæg. Fram kom á ráðstefnunni að um þrjátíu prósent íslenskra fyrirtækja telja sig verða af viðskiptum árlega vegna vankunnáttu í erlendum tungumálum.Fimm er töfratalanFimm er vinsæl tala þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Frakkland. Unnur benti á að hlutfall útflutnings frá Íslandi til Frakklands af heildarútflutningi er fjögur til sex prósent, hlutfall franskra ferðamanna af erlendum ferðamönnum á Íslandi fimm til 6,5 prósent og hlutfall íslenskra fjárfestinga í Frakklandi af fjárfestingum erlendis fimm prósent.Í dag eru 28 íslensk fyrirtæki með 6.700 starfsmenn með starfsemi í Frakklandi. Fyrir tíu árum voru þau einungis fjögur og starfsmennirnir 150. Meðal þeirra er hvað stærst hlutverk gegna eru Polimoon, Alfesca, Bakkavör, XL Airways, Össur, Landsbankinn, Icelandair, Baugur og Marel. Mikill uppgangur hefur verið í viðskiptum milli landanna undanfarin tvö ár. Innflutningur frá Frakklandi hefur aukist um meira en þrjátíu prósent á ári á þeim tíma. Árið 2006 var vöruskiptahallinn í fyrsta sinn Frökkum hagstæður.Nicole Michelangeli, sendiherra Frakka á Íslandi, beindi orðum sínum til íslenskra fjárfesta á ráðstefnunni. Um leið og hún lýsti ánægju sinni með aukin viðskipti milli þjóðanna hvatti hún þá til að beina útrás sinni í auknum mæli til Frakklands. Landið hafi svo margt annað að bjóða en croissant og ilmvötn. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Vín, verkföll, ostar, rómantík, saga, hroki, fegurð, kvenleiki, gæsalifur, karlmennska, blóðhiti, hátíska, breiðgötur, baguette, landbúnaður, fjölmenning. Í augum heimsins endurspeglast Frakkland í öllum þessum orðum og fleirum. Fá lönd í heiminum kalla eins margar ólíkar myndir upp í hugann. Frakkland er líka ríkt land og fjölbreytt og það stærsta í Vestur-Evrópu. Þar búa rúmlega 63 milljónir manna. Um tuttugu prósent þeirra búa í París og umhverfis hana. Frakkland á landamæri að sex löndum og gætir áhrifa þeirra allra í franskri menningu.Efnahagslegar áskoranirKostir og verðleikar Frakklands fyrir beinan útflutning og íslenskar fjárfestingar voru ræddir á fundi um viðskipti milli Íslands og Frakklands í síðustu viku. Hann var haldinn í tengslum við menningarhátíðina Pourquoi Pas? – Franskt vor á Íslandi sem nú stendur sem hæst. Að henni standa Fransk-íslenska viðskiptaráðið, menntamálaráðuneytið, franska sendiráðið og Culturesfrance.Þeir fyrirlesarar er tóku til máls á ráðstefnunni lýstu reynslu sinni af viðskiptum í og við Frakkland. Allir voru þeir sammála um að þar væri nóg af tækifærum. Frakkland hefur þó sína djöfla að draga, rétt eins og önnur lönd. Unnur Orradóttir Ramette, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í París, fór í fyrirlestri sínum yfir helstu sjúkdómseinkenni markaðarins. Frakkland hefur lítillega dregist aftur úr viðmiðunarlöndum sínum á undanförnum árum. Hagvöxtur hefur ekki verið mikill og mælist nú um 2,2 prósent. Ekki hefur tekist að stemma stigu við atvinnuleysi sem nú mælist um 8,4 prósent. Unnur sagði óttann við alþjóðavæðinguna áberandi meðal Frakka. Stór frönsk fyrirtæki hafi verið öflug á alþjóðamörkuðum en á meðan hafi dregið úr samkeppnishæfi smærri franskra fyrirtækja. Þau hafi ekki fjárfest eða sinnt rannsókn og þróun nægilega, enda sé aðgangur þeirra að fjármögnun ekki greiður.Villandi staðalímyndirFrakkland gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagi Evrópu og heimsins alls. Það er fimmta stærsta efnahagsveldi heims miðað við landsframleiðslu og þriðji stærsti þjónustuútflytjandinn. Hvergi í heiminum er eins mikið innflæði erlendra fjárfesta og í Frakklandi, nema í Kína. Umtalsverður hluti franskra fyrirtækja í eigu erlendra aðila. Í máli Gilles Debuire frá Invest in France Agency kom fram að árið 2006 jukust beinar fjárfestingar í Frakklandi til muna og sköpuðu fjörutíu þúsund ný störf. Þar af voru sex þúsund sem Norðurlöndin stofnuðu til.Þrátt fyrir þetta eru þær hugmyndir lífseigar að franski markaðurinn sé lokaður, illa samkeppnishæfur og þar sé flókið að stofna fyrirtæki. Þær eiga lítið við rök að styðjast. Franskur vinnumarkaður hefur löngum verið álitinn martröð atvinnurekenda. Framleiðni vinnuafls er þó mun hærri í Frakklandi en á Íslandi og sú fjórða mesta í heiminum. Verkföll eru alls ekki tíð þrátt fyrir að staðalímyndin gefi annað til kynna. Um 25 dagar töpuðust árlega á þúsund íbúa vegna verkfalla á árunum 2002 til 2004. Það er til samanburðar við 298,8 á Íslandi, ef tölur Gilles eru réttar. Frakkland er líka undir meðaltali Bretlands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Ítalíu og Spánar.Hugmyndir um slaka enskukunnáttu Frakka eru ýktar. Þar talar 65 prósent fólks undir þrítugu ensku og níutíu prósent þeirra sem hafa háskólagráðu. Frönskukunnátta er þó mikilvæg. Fram kom á ráðstefnunni að um þrjátíu prósent íslenskra fyrirtækja telja sig verða af viðskiptum árlega vegna vankunnáttu í erlendum tungumálum.Fimm er töfratalanFimm er vinsæl tala þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Frakkland. Unnur benti á að hlutfall útflutnings frá Íslandi til Frakklands af heildarútflutningi er fjögur til sex prósent, hlutfall franskra ferðamanna af erlendum ferðamönnum á Íslandi fimm til 6,5 prósent og hlutfall íslenskra fjárfestinga í Frakklandi af fjárfestingum erlendis fimm prósent.Í dag eru 28 íslensk fyrirtæki með 6.700 starfsmenn með starfsemi í Frakklandi. Fyrir tíu árum voru þau einungis fjögur og starfsmennirnir 150. Meðal þeirra er hvað stærst hlutverk gegna eru Polimoon, Alfesca, Bakkavör, XL Airways, Össur, Landsbankinn, Icelandair, Baugur og Marel. Mikill uppgangur hefur verið í viðskiptum milli landanna undanfarin tvö ár. Innflutningur frá Frakklandi hefur aukist um meira en þrjátíu prósent á ári á þeim tíma. Árið 2006 var vöruskiptahallinn í fyrsta sinn Frökkum hagstæður.Nicole Michelangeli, sendiherra Frakka á Íslandi, beindi orðum sínum til íslenskra fjárfesta á ráðstefnunni. Um leið og hún lýsti ánægju sinni með aukin viðskipti milli þjóðanna hvatti hún þá til að beina útrás sinni í auknum mæli til Frakklands. Landið hafi svo margt annað að bjóða en croissant og ilmvötn.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira