Erlent

Olmert bað Pelosi ekki fyrir friðarbón

Edhud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist ekki hafa beðið Pelosi að bera forseta Sýrlands friðarbón af neinu tagi.
Edhud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist ekki hafa beðið Pelosi að bera forseta Sýrlands friðarbón af neinu tagi. MYND/AP

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að hann hafi ekki falið Nancy Pelosi að færa Sýrlendingum friðarbón. Samkvæmt yfirlýsingunni sagði Olmert við Pelosi að „Þó svo Ísrael hafi áhuga á friðarsamkomulagi við Sýrland, er landið samt enn á lista yfir Öxulveldi hins illa og ýtir undir hryðjuverkaöfl í Mið-Austurlöndum."

Enn fremur var lögð áhersla á að Ísraelar hefðu ekki breytt stefnu sinni varðandi Sýrland og meintan stuðning þess við Hamas og Hisbollah. Pelosi var á ferðalagi um Mið-Austurlönd og eftir ferðalag sitt um Sýrland sagðist hún hafa borið forseta landsins friðarbón frá Ísraelum.

Bandaríkin gagnrýndu Pelosi harkalega fyrir að fara í ferðina og ræða við Sýrland en engin stjórnmálasamskipti hafa verið á milli landanna undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×