Flensusprautan virkar ekki sem skyldi 24. nóvember 2007 15:58 MYND/Getty Images Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Þrátt fyrir að 15 milljón Breta fái flensusprautu á ári hverju segir hann það ekki tryggja vernd gegn flensunni. „Ég hef aldrei verið ánægður með árangur lyfsins," sagði hinn ástralski Laver við breska blaðið Times, en hann þróaði lyfið ásamt öðrum fyrir meira en 40 árum. Hann telur lyf sem vinni á flensu eftir að menn hafi veikst þurfi að vera fáanleg í apótekum án lyfseðils. Hann segir þó að flensulyfið sé betra en ekkert og hann vilji ekki ráðleggja fólki að taka það ekki. Besta leiðin til að vernda heilsu almennings sé að gera lyf eins og Tamiflu og Relenza aðgengileg almenningi, en lyfin eru nú lyfseðilsskyld. Ef þau eru tekin stuttu eftir að einkenna fer að gæta er líklegra að lyfin vinni á flensunni heldur en eftir að sjúklingurinn hefur þurft að eyða tíma í að hitta lækni. Hann telur að hundruð lífa gætu bjargast ef lyfin væru ekki lyfseðilsskyld. Flensa kostar 12 þúsund manns lífið á hverju ári í Bretlandi, en í alvarlegri faröldrum fer talan upp í 20 þúsund. Laver sem er fyrrverandi prófessor við háskóla í Canberra telur að ef flensufaraldur vetrarins í Bretlandi verði jafn slæmur og hann var í Ástralíu eigi Bretar ekki von á góðu. Þrisvar sinnum fleiri Ástralar veiktust af flensu á síðasta tímabili, en tímabilinu á undan. Í þeim hópi voru jafnvel hraust ungmenni sem veiktust illa. Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Þrátt fyrir að 15 milljón Breta fái flensusprautu á ári hverju segir hann það ekki tryggja vernd gegn flensunni. „Ég hef aldrei verið ánægður með árangur lyfsins," sagði hinn ástralski Laver við breska blaðið Times, en hann þróaði lyfið ásamt öðrum fyrir meira en 40 árum. Hann telur lyf sem vinni á flensu eftir að menn hafi veikst þurfi að vera fáanleg í apótekum án lyfseðils. Hann segir þó að flensulyfið sé betra en ekkert og hann vilji ekki ráðleggja fólki að taka það ekki. Besta leiðin til að vernda heilsu almennings sé að gera lyf eins og Tamiflu og Relenza aðgengileg almenningi, en lyfin eru nú lyfseðilsskyld. Ef þau eru tekin stuttu eftir að einkenna fer að gæta er líklegra að lyfin vinni á flensunni heldur en eftir að sjúklingurinn hefur þurft að eyða tíma í að hitta lækni. Hann telur að hundruð lífa gætu bjargast ef lyfin væru ekki lyfseðilsskyld. Flensa kostar 12 þúsund manns lífið á hverju ári í Bretlandi, en í alvarlegri faröldrum fer talan upp í 20 þúsund. Laver sem er fyrrverandi prófessor við háskóla í Canberra telur að ef flensufaraldur vetrarins í Bretlandi verði jafn slæmur og hann var í Ástralíu eigi Bretar ekki von á góðu. Þrisvar sinnum fleiri Ástralar veiktust af flensu á síðasta tímabili, en tímabilinu á undan. Í þeim hópi voru jafnvel hraust ungmenni sem veiktust illa.
Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira