Þurfum líka evrur Ingimar Karl Helgason skrifar 12. desember 2007 00:01 Sigurjón Árnason bankastjóri landsbankans Bjóða betri kjör fremur en að auglýsa. „Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason. Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
„Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason.
Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira