Steingerðar leyfar risaeðlu sem grafnar voru upp fyrir tíu árum í Lýðveldinu Niger í Afríku hafa reynst vera af nýrri áður óþekktri tegund. Risaeðlan var kjötæta á stærð við T-Rex sem áður var talin stærsta kjötætan.
Steingerfingarnar af eðlunni eru 95 milljón ára gamlir og þeir hafa verið í geymslu á rannsóknarstofu í Chicago síðan þeir fundust. Eðlan hefur hlotið vísindaheitið Carcharodontosaurus iguidensis.
"Þetta hefur verið verulega heillandi dýr og ein stærsta kjötæta sem lifað hefur á jörðinni frá upphafi," segir einn þeirra sem rannsakað hafa beinin.
Höfuðkúpa eðlunnar er 1,75 metrar á lengd og tennurnar í henni eru á stærð við banana. Eðlan var 13 metrar á lengd.
Brot af steingerðum tönnum þessarar eðlu fundust árið 1920 og aðrir líkamshlutar fundust í Egyptalandi á fjórða áratugnum. Þessar leyfar eyðilögðust er safn í Munchen eyðilagðist í loftárás 1944.