Fótbolti

Helgi Valur semur við Elfsborg til þriggja ára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Valur í búningi Elfsborg í dag.
Helgi Valur í búningi Elfsborg í dag. Mynd/Heimasíða Elfsborg

Knattspyrnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg til næstu þriggja ára.

Skrifað var undir samninginn nú rétt í þessu en Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Helga Vals, segir að Elfsborg hafi viljað semja við Helga Val til næstu fjögurra ára. Á endanum var samþykkt að semja til næstu þriggja.

Helgi Valur stóðst læknisskoðun í morgun en ljóst er að meiri samkeppni verður um stöður í byrjunarliðinu hjá Elfsborg en hjá Öster þar sem Helgi Valur hefur verið undanfarin tvö ár.

Með liðinu leika margir góðir knattspyrnumenn, svo sem sænski landsliðsmaðurinn Anders Svensson og finnski landsliðsmaðurinn Jari Ilola.

„Það er frábært að koma til félags sem er í hæsta gæðaflokki í Svíþjóð,“ sagði Helgi Valur í samtali við heimasíðu félagsins. Elfsborg varð sænskur meistari í fyrra. „Ég kom til Svíþjóðar á sínum tíma til að spila í úrvalsdeildinni.“

Helgi Valur mun klæðast treyju númer sex hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×