Viðskipti innlent

Tekjuaukning hjá Nýherja

Tekjur Nýherja á öðrum ársfjórðungi jukust um rétt tæpan fjórðung milli ára, samkvæmt sex mánaða uppgjöri félagsins sem birt var á föstudag.

Tekjur af vörusölu og tengdri þjónustu námu 3,47 milljörðum króna. Tekjur af hugbúnaði, ráðgjöf og tengdri starfsemi námu 1,63 milljörðum.

Nýherji keypti í maí allt hlutafé í DanSupport en félagið sérhæfir sig í uppsetningu og rekstri á tölvu- og samskiptabúnaði. Félagið er með höfuðstöðvar í Óðinsvéum í Danmörku.

Rekstur félagsins varð hluti af samstæðunni 1. maí 2007 en áætluð ársvelta þess er um 340 millljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×