Menning

Listatengsl

Fjallar um tengls Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara við Cobra-hreyfinguna.
Fjallar um tengls Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara við Cobra-hreyfinguna.

Birgitta Spur, safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður með leiðsögn á morgun um sýninguna Cobra Reykjavík sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands.

Birgitta fjallar um tengsl Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara við nokkra listamenn Cobra-hreyfingarinnar. Í spjalli sínu mun hún fjalla um þá hugmyndafræði sem listamenn Cobra-hreyfingarinnar byggðu á og sérstöðu Sigurjóns Ólafssonar hvað varðar efnislega nálgun.

Einnig mun hún varpa ljósi á þær hræringar sem áttu sér stað í myndlistinni á fjórða áratugnum í Danmörku, þátt listhópanna Linien, Helhesten og Høst sýningarhópsins. Ræðir hún einnig um þátt súrrealistanna eða hvernig ný lífeðlisfræðileg vitneskja um manninn og sálarlíf hans opnaði fyrir frjálsa tjáningu tilfinninga og kennda mannsins sem um leið veitti áhorfandanum nýtt frelsi til upplifunar og túlkunar. Verk einstaka listamanna verða jafnframt skoðuð út frá tengslum þeirra við Ísland.

Sýningin Cobra Reykjavík er framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar Reykjavíkur og stendur hún til 8. júlí í sumar. Sýningarstjóri er Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri Heine Onstad-listasafnsins í Osló.

Dagskrá þessi hefst kl. 14 á morgun en aðgangur að safninu er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.