Menning

Afmælisrit um Melaskóla

Út er komin hjá Skruddu glæsilegt afmælisrit um Melaskólann sem varð 60 ára í október síðastliðinn. Þar eru birtar skrár um alla nemendur sem þaðan luku barnaskólaprófi frá upphafi til þessa dags ásamt bekkjarmyndum.

Einnig er í bókinni kennaratal ásamt myndum, ágrip af sögu skólans, fjölbreytilegt efni úr skólalífinu og margt fleira. Mikil áhersla er lögð á ljósmyndir frá ýmsum tímum. Þá er einnig í ritinu fjöldi greina eftir fyrrum nemendur t.d. eftir Þór Magnússon, fv. þjóðminjavörð, sagnfræðingana Helga Þorláksson og Sigurð Gylfa Magnússon, Þorstein Pálsson ritstjóra, rithöfundana Pétur Gunnarsson, Friðrik Erlingsson, Elísabetu og Illuga Jökulsbörn og Bergljótu Arnalds, Geir H. Haarde forsætisráðherra, blaðamennina Jón Birgi Pétursson, Jónínu Leósdóttur og Sigurjón M. Egilsson, og útvarpskonurnar Lísu Pálsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur.

Ritstjórar eru Ívar Gissurarson og Steingrímur Steinþórsson. Bókin er 527 blaðsíður í stóru broti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×