Erlent

Yfir 17 þúsund létust í ofbeldisverkum í Írak á seinni helmingi árs 2006

MYND/AP

Yfir 17 þúsund manns létust af völdum ofbeldisverka í Írak á seinni helmingi síðasta árs. Frá þessu er greint í bandaríska dagblaðinu Washington Times og þar vitnað í heimildarmann innan heilbrigðisráðuneytis Íraks.

Þar segir einnig að fjöldi látinna í ofbeldisverkum hafi þrefaldast frá fyrri helmingi ársins en þá létust ríflega 5600 manns. Samtals gerir þetta nærri 23 þúsund manns á árinu 2006 en haft er eftir heimildarmanninum að ekki sé um endanlegar tölur að ræða. Ofbeldi í landinu milli trúarhópa hefur stigmagnast frá því í febrúar þegar hin Gullna moska sjía í Samarra var sprengd í loft upp en búist er við því að Bush Bandaríkjaforseti kynni á næstunni nýja áætlun sem miðar að því að draga úr ofbeldinu í landinu, þar á meðal fjölgun bandarískra hermanna í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×