Grindavík áfram í bikarnum

Karlalið Grindavíkur lagði KRb í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld 100-76 og er því komið í undanúrslit keppninnar líkt og Hamar/Selfoss. Átta liða úrslitunum líkur annað kvöld með leikjum ÍR-Skallagríms og FSU-Keflavík. Keflavík lagði svo Breiðablik í kvennaflokki í kvöld 91-36 og tryggði sér sæti í undanúrslitum.