Stuðningsmönnum Juventus hefur verið bannað að mæta á útileik liðsins gegn Fiorentina um næstu helgi. Slagsmál brutust út hjá áhorfendum á leik Juventus og Torino um síðustu helgi og því er þessi ákvörðun tekin.
Fiorentina og Juventus eru erkifjendur og í gegnum söguna hefur oft soðið upp úr í kringum viðureignir þessara liða.
Þá hefur stuðningsmönnum Napoli verið bannað að ferðast í útileik gegn Inter.