Fyrsta hótelið sem fyrirhugað er að opna í geimnum, "Galactic Suite", áætlar að vera búið að opna fyrir viðskipti árið 2012.
Arkitektarnir sem að eru að hanna hótelið segja að það verði það dýrasta í heiminum, en þriggja daga dvöl þar mun kosta 4 milljón dollara eða um 265 milljónir íslenskra króna. Í því verði er innifalin átta vikna þjálfun fyrir geimferðina á hitabeltiseyju.

Á meðan á dvöl gestanna stendur myndu þeir meðal annars sjá sólina rísa 15 sinnum á dag. Þeir munu þurfa að klæðast búningum úr frönskum rennilásum til þess að skríða um herbergin sín og festa sig við veggina.
Xavier Claramunt forstjóri fyrirtækisins sem byggir hótelið sagði baðherbergi í þyngdarleysi vera mestu áskorunina. Það gæti þó verið að þeir hafi fundið lausn á því hvernig hægt sé að fara í sturtu. Gestirnir munu fara í sérstakt spa- herbergi, en þar inni munu vera svífandi um kúlur af vatni.
Þegar gestirnir eru ekki að dást af útsýninu úr herbergjunum sínum, munu þeir taka þátt í vísindarannsóknum á geimferðum.
Galactic Suite hótelið byrjaði sem tómstundagaman hjá geimverkfræðinginum Claramunt. En ævintýrið varð að veruleika þegar ákafir áhugamenn um geimferðalög ákváðu að leggja til þá 3 milljarða dollara sem þurfti.
Síðan þá hefur bæst við Bandarískt fyrirtæki sem staðráðið er í því að nema land á Mars og sér hótelið sem fyrsta skrefið í áttina að því. Einnig eru fjárfestar frá Japan, Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í viðræðum við fyrirtækið.