Erlent

Skotinn fyrir að hringja til útlanda

Óli Tynes skrifar
Kim Jong Il, vill ekki að hans fólk sé að blaðra í síma við útlönd.
Kim Jong Il, vill ekki að hans fólk sé að blaðra í síma við útlönd.

Norður-Kóreskur verksmiðjustjóri var tekinn af lífi frammifyrir 150 þúsund áhorfendum fyrir að hringja til útlanda.

Maðurinn var leiddur fyrir aftökusveit á íþróttaleikvangi og skotinn til bana að sögn suður-kóresku hjálparsamtakanna Vildarvinir.

Aðeins útvaldir leiðtogar stjórnvalda í Norður-Kóreu fá að hringja til útlanda. Öllum almenningi er bannað að hafa hverskonar tengsl útfyrir landsteinana.

Það er liður í einangrunarstefnu ríkisstjórnar Kim Jong Il, sem heldur þjóðinni í heljargreipum.

Vildarvinir upplýstu ekki hvernig samtökin hefðu fengið þessar fréttir. Aðrar fréttir frá þeim hafa oft fengist staðfestar eftir öðrum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×