Innlent

Íslenskur munkur í íslensku klaustri

Munkaklaustur reglu kapúsína verður stofnað að Kollaleiru í Reyðarfirði í sumar. Verður þá hafið að nýju klausturlíf munka hér á landi eftir hlé frá siðaskiptum fyrir 450 árum. Íslenskur munkur er við nám á Ítalíu við reglu kapúsína og verður hann fyrsti íslenski munkurinn í íslensku munkaklaustri frá tímum siðaskipta.

Munkakalaustur hefur ekki verið á íslandi frá siðaskiptum þegar klaustrin voru eiðilögð og munkar þvingaður til hins nýja siðar eða drepnir. En nú verður breyting á þegar munkalaustur reglu Kapútsína verður vígt á Kollaleiru við Reyðarfjörð í sumar. Búið er að festa kaup á jörðinni og verður ráðist í framkvæmdir innan tíðar við að endurbæta húsnæðið og reisa kapellu. Klaustrið veður helgað heilögum Þorláki og vonast er til að það verði vígt á Þorláksmessu í júlí í sumar. Tveir munkar eru hér á landi við undirbúning, báðir frá Slóvakíu. Sá þriðji kemur í sumar en auk þess er einn íslendingur við nám á Ítalíu við skóla kapúsína og mun hann verða mukur í klaustrið á Kollaleiru síðar. Verður hann fyrsti íslenski munkurinn í íslensku munkaklaustri frá siðaskiptum.

Kapútsín reglan er klofningsregla fa Fransiskureglunni - stofnuð af munkum sem vildu færa sig nær meinlætalifnaði heilags Franz frá Assisi. Hin rómaða kaffiblanda Capútsínóið er líklegasta þekktasta afurð munkareglunnar - en í klausturlífinu felst köllun um að komast nær Guði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×