Fótbolti

Helgi semur við Elfsborg á morgun

Mynd/Guðmundur Svansson

Helgi Valur Daníelsson sem leikið hefur með Öster í sænsku B-deildinni, er á leið til Efsborg í úrvalsdeildinn. Hann staðfesti þetta í samtali við Vísi í kvöld en, Stöð 2 greindi frá þessu í kvöldfréttum.

Öster féll úr B-deildinni á dögunum en er nú að ganga í raðir eins af sterkustu liðum Svíþjóðar.

"Það er ansi líklegt að við klárum þetta á morgun. Það vantaði miðjumenn í hóp þeirra því félagið er búið að selja einn af miðjumönnum sínum til Danmerkur og svo var varnarsinnaði miðjumaður þeirra í hnéuppskurði," sagði Helgi Valur í samtali við Vísi í kvöld og á því allt eins von á því að fá að spila þó samkeppnin um stöður verði hörð hjá þessu sterka liði.

"Ég fer þarna niðureftir á morgun og þá vonast ég til að við náum að klára þetta. Þetta er betri samningur en ég var með hjá Öster og félögin eru búin að semja um kaup og kjör, þannig að þetta eru frábær tíðindi. Það hefur ekki verið skemmtilegt að vera hérna í tvö ár og falla í bæði skiptin, því ég kom hingað upphaflega til að spila í efstu deild. Maður hefur greinilega náð að sýna eitthvað úr því að þetta fór svona. Elfsborg er skemmtilegt lið sem spilar skemmtilegan bolta, svo ég er mjög spenntur fyrir þessu," sagði Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×