Fótbolti

Robinho og Nistelrooy atkvæðamestir í riðlakeppninni

Nistelrooy og Robinho koma nálægt flestum mörkum Real í Meistaradeildinni
Nistelrooy og Robinho koma nálægt flestum mörkum Real í Meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Þeir Ruud Van Nistelrooy og Robinho hjá Real Madrid áttu stóran þátt í 3-1 sigri liðsins á Lazio í lokaleik liðsins í C-riðli Meistaradeildarinnar.

Robinho skoraði eitt mark í kvöld og átti stoðsendinguna í hinum tveimur og er því kominn í efsta sæti listans yfir flest mörk + stoðsendingar í Meistaradeildinni í vetur - 7 talsins.

Báðir hafa þeir þannig skorað 4 mörk og gefið 3 stoðsendingar og því átt þátt í 7 af 13 mörkum liðsins í riðlakeppninni á einn eða annan hátt.

Það er Christiano Ronaldo hjá Manchester United sem kemur næstur á þessum lista með 6 stykki - 5 mörk og eina stoðsendingu, en hann getur toppað þann árangur í lokaleiknum í Róm annað kvöld. Steven Gerrard hjá Liverpool (4 mörk - 2 stoðsendingar) og Andrea Pirlo hjá Milan (2 mörk - 4 stoðsendingar) hafa líka átt þátt í 6 mörkum í Meistaradeildinni.

Nokkuð margir leikmenn hafa svo komið við sögu í 5 mörkum í keppninni, en þar er Zlatan Ibrahimovic sá eini sem hefur ekki átt stoðsendingu heldur aðeins skorað 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×