Viðskipti erlent

YouTube að ganga af netinu dauðu?

GettyImages
Vefsíður á borð við YouTube gætu gengið af internetinu dauðu. Internetfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa ráðist í gríðarlegar fjárfestingar til að anna því stóraukna gagnamagni sem flæðir um internetið eftir að myndbandasíður á netinu öðluðust stórauknar vinsældir.

Internetfyrirtækin biðla nú til sjónvarpsstöðva og framleiðslufyrirtækja sem áætla að fara að dreifa efni á netinu að bíða um sinn þar til tæknin hefur náð því stigi að anna umferðinni.

Jafnvel vefþjónar Google, sem eru þeir öflugustu í bransanum eru farnir að sligast undan álaginu. Nú er svo komið að þrátt fyrir miklar framfarir í tækni, er niðurhalshraði til notenda að minnka, einfaldlega vegna þess að umferðin eykst enn hraðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×