Ráðist á Ísland, ekki Íran 9. apríl 2007 13:28 Gætum farið að sjá þessar þyrlur á íslenskum næturhimni. MYND/AFP Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér. Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér.
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira