New Orleans - Dallas í beinni á miðnætti

Leikur New Orleans Hornets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar og hefur árangur liðsins í deildarkeppninni í vetur verið einstakur. Liðið getur í kvöld unnið sjötta útileikinn í röð á keppnisferðalagi sínu og leitast einnig við að vinna 21. leikinn í röð á Hornets. Dallas tapaði síðast fyrir Hornets árið 1999 þegar liðið var í Charlotte.