Fótbolti

Auðveldur sigur Liverpool á PSV

Peter Crouch og Dirk Kuyt fagna hér marki þess fyrrnefnda í kvöld
Peter Crouch og Dirk Kuyt fagna hér marki þess fyrrnefnda í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Liverpool er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir fádæma öruggan 3-0 útisigur á hollenska liðinu PSV Eindhoven í kvöld. Steven Gerrard, John Arne Riise og Peter Crouch skoruðu mörk enska liðsins og var sigurinn aldrei í hættu. Síðari leikur liðanna á Anfield ætti því að vera formsatriði fyrir Liverpool eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Steven Gerrard kom Liverpool á bragðið í leiknum og varð um leið markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni. Hann skoraði með laglegum skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá bakverðinum Steve Finnan.

Vörn heimamanna var slök og svaf á verðinum þegar John Arne Riise sendi einn af sínum frægu þrumufleygum í markið í upphafi síðari hálfleiksins. Steve Finnan var svo aftur á ferðinni á 63. mínútu þegar hann lagði upp annað flott skallamark fyrir Peter Crouch.

Það eina neikvæða sem segja má um leikinn af hálfu Liverpool var að Fabio Aurelio var borinn meiddur af velli sárþjáður og útlit fyrir að hann hafi jafnvel slitið hásin.

PSV Eindhoven 0 - 3 Liverpool

                                Steven Gerrard (27)

                                John Arne Riise (49)

                                Peter Crouch (63)


PSV: Gomes, Kromkamp (Feher 68), Da Costa, Simons, Salcido, Mendez (Kluivert 51), Vayrynen, Cocu, Culina, Farfan (Sun 46), Tardelli.

Ónotaðir varamenn: Moens, Addo, Marcellis.

Gul spjöld: Kluivert, Feher.

Skot (á mark): 9 (1)

Brot: 15

Hornspyrnur: 2

Með bolta: 53%

Rangstöður: 5

Varin skot: 2

Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Agger, Riise (Zenden 65), Gerrard, Mascherano, Alonso, Aurelio (Gonzalez 75), Crouch (Pennant 85), Kuyt.

Ónotaðir varamenn: Dudek, Arbeloa, Hyypia, Bellamy.

Gul spjöld: Mascherano, Kuyt.

Mörk Liverpool: Gerrard 27, Riise 49, Crouch 63.

Skot (á mark): 12 (4)

Brot: 14

Hornspyrnur: 2

Með bolta: 47%

Rangstöður: 2

Varin skot: 1

Áhorfendur: 36,500

Dómari: Bertrand Layec (Frakklandi).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×