Fótbolti

Maldini hrósar Manchester United

NordicPhotos/GettyImages

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, hrósar liði Manchester United fyrir slag liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir liðið vera mun sterkara nú en það var fyrir tveimur árum, en segir sína menn tilbúna í slaginn.

"United er betra lið nú en það var fyrir tveimur árum, sérstaklega af því lykilmenn á borð við Ronaldo og Rooney hafa þroskast mikið sem leikmenn. Við erum hinsvegar lið sem getur velgt þeim undir uggum og erum tilbúnir í slaginn. Ég er viss um að United hefði frekar vilja mæta Bayern Munchen en okkur þegar þeir sáu viðureign okkar gegn Bayern. Við berum mikla virðingu fyrir United - en við óttumst þá alls ekki. United spilar mjög skemmtilega knattspyrnu, sérstaklega á heimavelli, en það sem gerðist gegn Roma á dögunum mun ekki hafa áhrif á okkur," sagði Maldini og hrósaði nýkjörnum leikmanni ársins á Englandi, Cristiano Ronaldo.

"Hann hefur allt sem góður knattspyrnumaður þarf að hafa. Hann er fljótur, góður í loftinu, skorar mörk og skapar fyrir félaga sína. Við ætlum hinsvegar ekki að taka hann sérstaklega úr umferð, heldur verður það hlutskipti þess sem mætir honum hverju sinni á vellinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×