Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. október 2007 15:38 MYND/AFP Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings." Vísindi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings."
Vísindi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira