Erlent

Ný súper-stjarna finnst í geimnum

Stjörnufræðingar hafa fundið plánetu utan við sólkerfi okkar sem líkist jörðinni mest annarra hnatta. Talið er að vatn geti verið á yfirborði hennar. Plánetan er á sporbraut við stjörnuna Gliese 581, sem er 20,5 ljósár í burtu í stjörnumerki Vogarinnar. Vísindamenn áætla að hitastig á plánetunni sé á milli 0-40 stig á celsíus.

Stephane Udry er höfundur rannsóknarinnar á stjörnuathugunarstöðinni í Genf í Sviss. Hann segir að milt veðurfarið bendi til að þar sé að finna vatn sem auki möguleika á að þar geti einnig fundist líf.

Hann segir að radíus hnattarins sé 50 prósent stærri en jarðarinnar og líklegt sé að þar sé annaðhvort fjalllendi, eins og á jörðinni, eða hnötturinn sé þakinn sjó.

Xavier Delfosse einn vísindamannanna telur hnöttinn nú verða mjög mikilvægan fyrir framtíðar geimferðir sem miða að því að finna líf á öðrum hnöttum.

Vísindamennirnir fundu pláhnetuna með Eso 3,6 stjörnukíkinum í Chile.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×