Þörf er á stöðugri uppfræðslu 25. apríl 2007 06:00 Peter Dyrberg Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira