Menning

Rafræn útgáfa

Kristján B. Jónasson formaður Félags Íslenskra bókaútgefenda
Kristján B. Jónasson formaður Félags Íslenskra bókaútgefenda

Félag íslenskra bókaútgefenda býður til morgunverðarfundar á föstudaginn þar sem litið verður yfir stöðu rafrænnar bókaútgáfu á Íslandi og rædd helstu úrlausnarefni og tækifæri á þeim vettvangi.

Eins og kunnugt er hafa bókaútgefendur víða um lönd velt fyrir sér möguleikum á rafrænum útgáfum, að koma texta beint til lesenda sem verða þá að lesa af skjá eða prenta út sjálfir. Á fundinum verður þetta efni rætt: Rafræn útgáfa – hvernig fer hún fram?

Tryggvi Jakobsson, útgáfustjóri Námsgagnastofnunar, gerir grein fyrir reynslu fyrirtækisins af rafrænni útgáfu.

Innskönnun og varðveisla - Ingibjörg Sverrisdóttir, sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns, fjallar um áform safnsins um stafræna endurgerð íslensks prentefnis og varðveislu rafrænna texta.

Að verja og selja rafbækur - Hildur Anna Hjartardóttir framkvæmdastjóri og Rúnar Oddur Rafnsson, stjórnarformaður Urðar ehf., fjalla um möguleika á verndun fyrir ólöglegri afritun og dreifingarmöguleika rafrænna bóka.

Nýting rafræns efnis – Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, fjallar um hvernig nýta má rafræna texta til rannsókna og kennslu. Eftir erindin verða umræður.

Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli föstudaginn 9. febrúar nk. og hefst kl. 8.30. Fundarstjóri er Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Allir eru velkomnir og er hægt að staðfesta þátttöku fyrir 7. febrúar á baekur@simnet.is eða í síma 5118020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×