Fótbolti

Milan lagði Juventus

Del Piero sýndi að hann hefur engu gleymt í Mílanó í dag
Del Piero sýndi að hann hefur engu gleymt í Mílanó í dag NordicPhotos/GettyImages

AC Milan lagði erkifjendur sína í Juventus 3-2 í hörkuleik um Berlusconi-bikarinn árlega þar sem stórveldin tvö etja kappi. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í haust samkvæmt venju, en var frestað í kjölfar knattspyrnuskandalsins á Ítalíu.

Juventus leikur í B-deildinni þetta árið eins og flestir vita, en það kom ekki í veg fyrir að þeir veittu erkifjendum sínum góða keppni í dag. Filippo Inzaghi kom heimamönnum í Milan á bragðið eftir 29 mínútur en gömlu hetjurnar í Juventus gáfust ekki upp og komust yfir um miðjan síðari hálfleik með mörkum frá Pavel Nedved og Alessandro Del Piero. Craence Seedorf jafnaði skömmu síðar fyrir Milan og það var svo Frakkinn ungi Willy Aubameyang sem tryggði Milan sigurinn í blálokin eftir að koma inn sem varamaður þegar hann fékk fyrirgjöf frá Andrea Pirlo og skoraði.

Juventus þótti sýna mjög góðan leik í dag þrátt fyrir tapið og eru ítalskir miðlar á einu máli um að liðið geti vel strítt topliðunum á næstu leiktíð - fari svo að liðið tryggi sér sæti í A-deildinni í vor eins og útlit er fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×