Hafði fregnir af sköpunargleði og náttúrufegurð 21. febrúar 2007 03:15 Lisa leggur áherslu á orð sín í Salnum í Kópavogi í gær, en þar ræddi hún kauphegðun kvenna og hvernig best væri að koma skilaboðum til kvenna. Hún segir konur kröfuharðari en karla og því skipti miklu að vel takist upp í auglýsingum eigi þær að grípa hug þeirra. MYND/Pjetur Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira