Viðskipti innlent

Verða að vera í sambandi

Þegar upp var staðið í fyrirlestri Finns Mortensen var fátt eftir af gagnrýni hans á íslenska útrás í Danaveldi, annað en það að hann taldi að íslensku fyrirtækin þyrftu að vera duglegri við að svara dönskum blaðamönnum. Hann benti á að Peter Straarup, bankastjóri Danske Bank, væri skjótur til svars þegar eftir því væri leitað.

Hann viðurkenndi þó að danskir blaðamenn gætu að einhverju leyti sjálfum sér um kennt og að tortryggni hefði skapast milli þeirra og viðmælendanna. Hins vegar væri mikilvægt að íslensku fjárfestarnir svöruðu gagnrýnum spurningum. Vera þeirra í Danmörku gerði það að verkum að fjöldi fólks hefði lifibrauð og hagsmuni af því hvernig þeim gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×