Houston náði forystu á ný gegn Utah 1. maí 2007 03:53 Tracy McGrady var duglegur við að spila félaga sína uppi í nótt NordicPhotos/GettyImages Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign. NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign.
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira