Menning

Vinir í 101 Gallerí

Vinirnir Helgi Þórsson og Morgan Betz unnu saman að sýningunni Bermuda Love Triangle: the Story of Doctor Son and Mister Bates.
Vinirnir Helgi Þórsson og Morgan Betz unnu saman að sýningunni Bermuda Love Triangle: the Story of Doctor Son and Mister Bates.

Helgi Þórsson og Morgan Betz opna í dag samsýninguna Bermuda Love Triangle: the story of Doctor Son and Mister Bates, í 101 Gallerí að Hverfisgötu 18a. Sýningin er samstarfsverkefni þeirra Helga og Morgans, sem hafa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, lengi bundist vináttuböndum. Þeirri spurningu er varpað fram hvort vináttunni auðnist að endurspeglast í list þeirra.



Í staðinn fyrir að stilla verkum sínum upp hlið við hlið völdu Helgi og Morgan að vinna að öllum verkum í sameiningu. „Í því ferli hefir þó allur upphaflegur ásetningur týnst og hugmyndirnar hafa brenglast,“ segir í tilkynningu. Þar segir að afrakstur samvinnunnar sé samansafn frábrugðinna karaktera sem allir eru á ferðalagi heim.

Sýningin opnar klukkan 17 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.